Vill ekki leyfa sveitarfélögum að rukka ökumenn á nagladekkjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra segir ekki standa til að veita sveitarfélögum heimild til að hefja gjaldtöku á þá sem nota nagladekk líkt og Umhverfisstofnun vill. Skiptar skoðanir eru á hugmyndum um gjaldtöku og segir ráðherra að gæta þurfi hófs í viðbrögðum. Umhverfisstofnun vinnur nú að uppfærðri áætlun um loftgæði þar sem lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja til að sporna gegn svifryksmengun. Skiptar skoðanir eru á hugmyndinni. Formaður skipulags- og samgönuráðs Reykjavíkurborgar vill sjá hana komast til framkvæmda. „Mér líst mjög vel á hana. Við vitum að við þurfum að fara í aðgerðir til þess að draga úr svifryksmengun í borginni. Það er ljóst að svifryk er að búa til töluvert lýðheilsuvandamál,“ sagði Alexandra Briem. „Ég held að þetta hljóti að leggjast mjög illa í alla sem búa við þær aðstæður að þeim getur hreinlega stafað hætta á því að ver ekki með réttan útbúnað. Nagladekk eru öryggistæki okkar sem þurfum að fara yfir fjallvegi við erfiðar aðstæður þannig að ætla að skattleggja það, þetta er fráleit hugmynd,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Til þess að hugmyndir Umhverfisstofnunar um gjaldtöku nái fram að ganga þarf lagabreytingu. Samgönguráðherra segist ekki spenntur. Svipaðar hugmyndir hafi verið í samráðsgáttinni við síðustu breytingu á umferðalögum en þær hafi fengið neikvæðar umsagnir, t.d. frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleirum. „Frá einstaklingi sem sagðist aka í gegnum sjö sveitarfélög á leið sinni í vinnu og ef hann þyrfti að greiða gjald í hverju þeirra yrði það býsna flókið. Öryrkjabandalagið sem benti á að þeir væru með tvöfalt naglasett í sínum bílum til þess að auka öryggi og fleirum þannig við féllum frá þessum hugmyndum þar sem þær voru einfaldlega taldar of flóknar og ekki nægilega vel ígrundaðar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Í staðinn var sett heimild til sveitarfélaga að takmarka umferð ef mengun fer fram úr mörkum. Ráðherra segir því ekki standa til að heimila gjaldtöku á nagladekk enda séu þau mikilvægt öryggisatriði fyrir þá sem fara akandi yfir heiðar á leið í vinnu í öllum veðrum. „Við skulum ekki gera lítið úr þessari svifryksmengun sem veldur loftmengun og áhrifum á fólk en við þurfum líka kannski að gæta hófs í viðbrögðunum.“ Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Ölfus Loftgæði Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Umhverfisstofnun vinnur nú að uppfærðri áætlun um loftgæði þar sem lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja til að sporna gegn svifryksmengun. Skiptar skoðanir eru á hugmyndinni. Formaður skipulags- og samgönuráðs Reykjavíkurborgar vill sjá hana komast til framkvæmda. „Mér líst mjög vel á hana. Við vitum að við þurfum að fara í aðgerðir til þess að draga úr svifryksmengun í borginni. Það er ljóst að svifryk er að búa til töluvert lýðheilsuvandamál,“ sagði Alexandra Briem. „Ég held að þetta hljóti að leggjast mjög illa í alla sem búa við þær aðstæður að þeim getur hreinlega stafað hætta á því að ver ekki með réttan útbúnað. Nagladekk eru öryggistæki okkar sem þurfum að fara yfir fjallvegi við erfiðar aðstæður þannig að ætla að skattleggja það, þetta er fráleit hugmynd,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Til þess að hugmyndir Umhverfisstofnunar um gjaldtöku nái fram að ganga þarf lagabreytingu. Samgönguráðherra segist ekki spenntur. Svipaðar hugmyndir hafi verið í samráðsgáttinni við síðustu breytingu á umferðalögum en þær hafi fengið neikvæðar umsagnir, t.d. frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleirum. „Frá einstaklingi sem sagðist aka í gegnum sjö sveitarfélög á leið sinni í vinnu og ef hann þyrfti að greiða gjald í hverju þeirra yrði það býsna flókið. Öryrkjabandalagið sem benti á að þeir væru með tvöfalt naglasett í sínum bílum til þess að auka öryggi og fleirum þannig við féllum frá þessum hugmyndum þar sem þær voru einfaldlega taldar of flóknar og ekki nægilega vel ígrundaðar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Í staðinn var sett heimild til sveitarfélaga að takmarka umferð ef mengun fer fram úr mörkum. Ráðherra segir því ekki standa til að heimila gjaldtöku á nagladekk enda séu þau mikilvægt öryggisatriði fyrir þá sem fara akandi yfir heiðar á leið í vinnu í öllum veðrum. „Við skulum ekki gera lítið úr þessari svifryksmengun sem veldur loftmengun og áhrifum á fólk en við þurfum líka kannski að gæta hófs í viðbrögðunum.“
Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Ölfus Loftgæði Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira