Innlent

Hafa keypt lyfið Paxlo­vid til með­höndlunar á Co­vid-sjúk­lingum

Atli Ísleifsson skrifar
Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn.
Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm

Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið um kaup á lyfinu Paxlovid til meðhöndlunar einstaklinga sem eru smitaðir af kórónuveirunni (SARS-CoV-2 ) og í hættu á að veikjast alvarlega af völdum hennar.

Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að á hinum Norðurlöndunum hafi lyfið Paxlovid þegar verið tekið í notkun í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.

„Rannsóknir sýna árangur af notkun Paxlovid í áhættuhópum og niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem birtust í New England Journal of Medicine í september gefa vísbendingar um góðan árangur af notkun lyfsins meðal sjúklinga sem eru 65 ára og eldri og í aukinni hættu á alvarlegum veikindum.

Smitsjúkdómadeild Landspítala mun stýra notkun lyfsins. Til að byrja með verða keypt lyf sem duga til meðferðar fyrir 1.500 einstaklinga. Þegar eru komin til landsins lyf sem tryggja meðferð fyrir 480 einstaklinga ef á þarf að halda,“ segir í tilkynningunni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.