Innlent

Á­tján brott­vísanir barna á þessu ári

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Í svari dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um brottvísun barnanna hafi verið tekin vegna þess að þau hafi þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi.
Í svari dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um brottvísun barnanna hafi verið tekin vegna þess að þau hafi þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Vísir/Vilhelm

Útlendingastofnun hefur tekið átján ákvarðanir um brottvísun barna til Grikklands það sem af er ári. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest allar ákvarðanirnar. Kallað hefur verið á lögreglu í sextán tilfellum.

Í öllum tilfellum var ákvörðun um að vísa börnunum úr landi tekin vegna þess að þau hafi þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns Pírata.

Lögreglan, eða stoðdeild ríkislögreglustjóra eins og deildin er kölluð í svari dómsmálaráðherra, hefur fengið sextán beiðnir um aðstoð við brottvísun barna og framfylgt slíkum beiðnum í fjórum tilfellum.

Dómsmálaráðherra hyggst ekki setja formleg stjórnvaldsfyrirmæli, til að mynda reglugerð, um að senda ekki börn og barnafjölskyldur til Grikklands. Í svari ráðherrans kemur fram að ákvæði í lögum um alþjóðlega vernd teljist fullnægjandi og „ekki tilefni til sérstakra viðbragða.“


Tengdar fréttir

Dóms­mála­ráð­herra leggi til harðari stefnu en ná­granna­­þjóðir

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×