Erlent

Ashton Carter er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ashton Carter var varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á árunum 2015 til 2017.
Ashton Carter var varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á árunum 2015 til 2017. EPA/Michael Reynolds

Ashton Carter, einn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, er látinn, 68 ára að aldri. Carter skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Í grein CNN segir að hann hafi fengið hjartaáfall í gærkvöldi er hann var í Boston.

Carter var síðasti varnarmálaráðherra Obama og gegndi stöðunni frá febrúar árið 2015 til janúar árið 2017. Meðal verkefna hans var að senda hermenn til Írak til að berjast gegn ISIS og aflétti banni gegn því að trans fólk gæti sinnt herskyldu.

Obama sendi fjölskyldu Carter samúðarkveðjur á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar sagði hann Carter hafa verið klár leiðtogi og þakkaði honum fyrir vel unnin störf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×