Þreyttur á argaþrasi um sjávarútveg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2022 18:39 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja á Sjávarútvegsdeginum í morgun. Hann er orðinn þreyttur á argaþrasi um veiðigjöld og fleiri mál sem tengjast sjávarútvegi. Vísir/Vilhem Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir hefur ekki verið hærri um árabil en arðgreiðslur námu næstum tuttugu milljörðum króna í fyrra. Veiðigjöldin voru hins vegar lægri en fyrir þremur árum. Forstjóri Samherja segir þreytandi að hlusta á eilífar deilur um veiðigjöld. Þau eigi að vera hófleg. Í fyrra var afkoma um hundrað sjávarútvegsfyrirtækja sem halda á níutíu og fjórum prósentum af heildarkvótanum sú allra besta frá árinu 2015. Samanlagður hagnaður greinarinnar fyrir afskriftir nam um áttatíu og fjórum milljörðum króna. Fyrirtækin greiddu sér samtal um átján komma fimm milljarða króna í arð en tæplega helmingur hans fór til Síldarvinnslunnar og Brims sem eru bæði skráð í Kauphöll Íslands. Greinin greiddi tæplega átta milljarða króna í veiðigjöld á síðasta ári. Athygli vekur að þrátt fyrir góða afkomu eru gjöldin ríflega þremur milljörðum lægri en þremur árum áður. Þetta kom fram á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn var á hótel Hilton í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja annars stærsta útgerðarfyrirtækis landsins benti þar á að útgerðin þurfi ekki að greiða veiðigjöld í Noregi. Aðspurður um hvort þetta hafi verið skilaboð til íslenskra stjórnvalda, svarar Þorsteinn. „Nei ég geri ráð fyrir að við greiðum veiðigjöld en þarna er bara tekin mjög skýr stefna. Hér er orðið mjög þreytandi að hlusta á þessar deilur og reyndar að hluta til nánast annan hvern dag. Um veiðigjöldin já og framtíð sjávarútvegs á Íslandi, fyrirkomulag, stærð fyrirtækja og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Veiðigjöldin eigi að vera hófleg En hvað finnst Þorsteini sanngjarnt að sjávarútvegurinn greiði fyrir afnot af sjávarauðlindunum? „Ég tel sé horft til fjárfestingarþarfarinnar í greininni þá verði veiðigjöldin annars vegar að vera hófleg og hins vegar þá verðum við að sjá tuttugu ár fram í tímann.“ Aðspurður um hvort það myndi skapa meiri sátt um sjávarútveginn að Samherji og fleiri stærri fyrirtæki færu á markað svarar Þorsteinn. „Þetta er einn af þeim möguleikum ef það mun skapa meiri sátt þá munu stærri fyrirtækin að sjálfsögðu gera það,“ segir hann. Hefði viljað að greinin hefði meiri aðkomu að heildarendurskoðun Fram hefur komið að verið er að endurskoða löggjöf um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu en von er á tillögum á næstu misserum. Þorsteinn Már segir um þetta: „ Ég hefði talið æskilegt að það væru fleiri frá atvinnugreininni í þessum nefndum, hvort sem það eru sjómenn, fiskverkafólk eða framleiðendur.“ Samherji áformar stóra fiskeldisstöð á Reykjanesi Samherji hefur stundað fiskeldi um nokkra hríð og hyggst færa út kvíarnar eftir nokkur ár. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á Sjávarútvegsdeginum í dag ásamt Þorstein Má Baldvinssyni forstjóra Samherja.Vísir/Vilhem „Samherji hefur lengi verið í fiskeldi, fyrst og fremst í bleikju. Við höfum stóra drauma og förum þetta fyrst og fremst á bjartsýninni. Núna er þetta fyrst og fremst á teikniborðinu og í hugum manna. Við erum með hugmyndir um að byggja stóra landeldisstöð á Reykjanesi og erum mjög stórhuga hvað þetta varðar. Það þarf að koma í ljós hvort að það lánist að fá fjármagn í þetta. Það þarf gríðarlegt áhættufjármagn í þetta. Það kemur í ljós hvort þetta er hægt. Það eru margir aðrir með sömu hugmyndir og við og sömu bjartsýnina. Það eru mörg ár í að þetta verði að veruleika,“ segir Þorsteinn. Fiskistofa hefur ekki gert neinar athugasemdir Samherji er einn stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar sem tilkynnti um kaup á útgerðarfyrirtækinu Vísi í Þorlákshöfn í sumar. Aðspurður um hvernig það mál stendur svarar Þorsteinn: „Samkeppniseftirlitið á enn þá eftir að úrskurða í málinu.“ Við fréttir af málinu kom í ljós að Samherji á með kaupunum nú aðild að ríflega fjórðung af heildarkvótanum sem er yfir lögbundnu hámarki. Þorsteinn segir að Samherji hafi farið algjörlega að öllum lögum. „Fiskistofa hefur eftirlit með þessu og við höfum farið að öllum lögum í þessu eins og öllu öðru,“ segir Þorsteinn að lokum. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg. 13. september 2022 07:00 Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. 24. ágúst 2022 19:31 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Í fyrra var afkoma um hundrað sjávarútvegsfyrirtækja sem halda á níutíu og fjórum prósentum af heildarkvótanum sú allra besta frá árinu 2015. Samanlagður hagnaður greinarinnar fyrir afskriftir nam um áttatíu og fjórum milljörðum króna. Fyrirtækin greiddu sér samtal um átján komma fimm milljarða króna í arð en tæplega helmingur hans fór til Síldarvinnslunnar og Brims sem eru bæði skráð í Kauphöll Íslands. Greinin greiddi tæplega átta milljarða króna í veiðigjöld á síðasta ári. Athygli vekur að þrátt fyrir góða afkomu eru gjöldin ríflega þremur milljörðum lægri en þremur árum áður. Þetta kom fram á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn var á hótel Hilton í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja annars stærsta útgerðarfyrirtækis landsins benti þar á að útgerðin þurfi ekki að greiða veiðigjöld í Noregi. Aðspurður um hvort þetta hafi verið skilaboð til íslenskra stjórnvalda, svarar Þorsteinn. „Nei ég geri ráð fyrir að við greiðum veiðigjöld en þarna er bara tekin mjög skýr stefna. Hér er orðið mjög þreytandi að hlusta á þessar deilur og reyndar að hluta til nánast annan hvern dag. Um veiðigjöldin já og framtíð sjávarútvegs á Íslandi, fyrirkomulag, stærð fyrirtækja og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Veiðigjöldin eigi að vera hófleg En hvað finnst Þorsteini sanngjarnt að sjávarútvegurinn greiði fyrir afnot af sjávarauðlindunum? „Ég tel sé horft til fjárfestingarþarfarinnar í greininni þá verði veiðigjöldin annars vegar að vera hófleg og hins vegar þá verðum við að sjá tuttugu ár fram í tímann.“ Aðspurður um hvort það myndi skapa meiri sátt um sjávarútveginn að Samherji og fleiri stærri fyrirtæki færu á markað svarar Þorsteinn. „Þetta er einn af þeim möguleikum ef það mun skapa meiri sátt þá munu stærri fyrirtækin að sjálfsögðu gera það,“ segir hann. Hefði viljað að greinin hefði meiri aðkomu að heildarendurskoðun Fram hefur komið að verið er að endurskoða löggjöf um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu en von er á tillögum á næstu misserum. Þorsteinn Már segir um þetta: „ Ég hefði talið æskilegt að það væru fleiri frá atvinnugreininni í þessum nefndum, hvort sem það eru sjómenn, fiskverkafólk eða framleiðendur.“ Samherji áformar stóra fiskeldisstöð á Reykjanesi Samherji hefur stundað fiskeldi um nokkra hríð og hyggst færa út kvíarnar eftir nokkur ár. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á Sjávarútvegsdeginum í dag ásamt Þorstein Má Baldvinssyni forstjóra Samherja.Vísir/Vilhem „Samherji hefur lengi verið í fiskeldi, fyrst og fremst í bleikju. Við höfum stóra drauma og förum þetta fyrst og fremst á bjartsýninni. Núna er þetta fyrst og fremst á teikniborðinu og í hugum manna. Við erum með hugmyndir um að byggja stóra landeldisstöð á Reykjanesi og erum mjög stórhuga hvað þetta varðar. Það þarf að koma í ljós hvort að það lánist að fá fjármagn í þetta. Það þarf gríðarlegt áhættufjármagn í þetta. Það kemur í ljós hvort þetta er hægt. Það eru margir aðrir með sömu hugmyndir og við og sömu bjartsýnina. Það eru mörg ár í að þetta verði að veruleika,“ segir Þorsteinn. Fiskistofa hefur ekki gert neinar athugasemdir Samherji er einn stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar sem tilkynnti um kaup á útgerðarfyrirtækinu Vísi í Þorlákshöfn í sumar. Aðspurður um hvernig það mál stendur svarar Þorsteinn: „Samkeppniseftirlitið á enn þá eftir að úrskurða í málinu.“ Við fréttir af málinu kom í ljós að Samherji á með kaupunum nú aðild að ríflega fjórðung af heildarkvótanum sem er yfir lögbundnu hámarki. Þorsteinn segir að Samherji hafi farið algjörlega að öllum lögum. „Fiskistofa hefur eftirlit með þessu og við höfum farið að öllum lögum í þessu eins og öllu öðru,“ segir Þorsteinn að lokum.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg. 13. september 2022 07:00 Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. 24. ágúst 2022 19:31 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg. 13. september 2022 07:00
Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. 24. ágúst 2022 19:31
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42
Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22
Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27