„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2022 12:08 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. visir Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili samkvæmt upplýsingum Fiskistofu þar sem Samherji á einn þriðja í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að vera tengdur aðili. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum. „Þetta dæmi sýnir svo vel sem við höfum vitað lengi að við verðum að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Núnar er þetta þannig að einn aðili getur farið með 12 prósent af úthlutum kvóta og má eiga 49,99 prósent í öðrum útgerðum sem fara með hin 88 prósent kvótans. Þetta sýnir að einn aðili getur farið með meirihlutann af úthlutuðum kvóta. Samþjöppunin undanfarin ár hefur sífellt aukist á meðan kvótakerfið er lokað þ.e. nýliðun í greininni er nánast ómöguleg. Það er bara dagljóst hvert svona þróun leiðir það er verið að búa til elítu í landinu sem hagnast á auðlindum þjóðarinnar,“ segir Oddný og bætir við: Kvótinn erfist, fer á milli kynslóða og safnast á fárra manna hendur. Þetta verður til þess að samfélagsgerðin okkar þróast í óæskilega átt. Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati Aðspurð um hvers vegna ekki sé búið að breyta þessum lögum þar sem þetta hafi lengi legið fyrir svarar Oddný: „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í okkar samfélagi og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir hún. Verðmat kvótans hafi komið fram við kaupin Þórður Gunnarsson hagfræðingur bendir á í skoðanagrein á Innherja í dag að ef Síldarvinnslan hefði notast við sömu viðmið við kaupin á Vísi í Grindavík og séu notuð hjá fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni hefði verðmiði hlutafjárins í fyrirtækinu verið um ellefu milljarða. Heildarvirði viðskiptanna hafi hins vegar verið þrjátíu og einn milljarður króna. Því megi segja að forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar hafi náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, og svo upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerir athugasemd við þetta á Facebook- síðu sinni í dag. Þar kemur fram að þessi greining á kaupverðinu bendi eindregið til þess að kaupverðið taki ekki mikið mið af rekstri, heldur skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum sem eigi að heita þjóðareign. Hann endar á spurningunni. Á þetta bara að vera svona? Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Grindavík Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili samkvæmt upplýsingum Fiskistofu þar sem Samherji á einn þriðja í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að vera tengdur aðili. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum. „Þetta dæmi sýnir svo vel sem við höfum vitað lengi að við verðum að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Núnar er þetta þannig að einn aðili getur farið með 12 prósent af úthlutum kvóta og má eiga 49,99 prósent í öðrum útgerðum sem fara með hin 88 prósent kvótans. Þetta sýnir að einn aðili getur farið með meirihlutann af úthlutuðum kvóta. Samþjöppunin undanfarin ár hefur sífellt aukist á meðan kvótakerfið er lokað þ.e. nýliðun í greininni er nánast ómöguleg. Það er bara dagljóst hvert svona þróun leiðir það er verið að búa til elítu í landinu sem hagnast á auðlindum þjóðarinnar,“ segir Oddný og bætir við: Kvótinn erfist, fer á milli kynslóða og safnast á fárra manna hendur. Þetta verður til þess að samfélagsgerðin okkar þróast í óæskilega átt. Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati Aðspurð um hvers vegna ekki sé búið að breyta þessum lögum þar sem þetta hafi lengi legið fyrir svarar Oddný: „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í okkar samfélagi og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir hún. Verðmat kvótans hafi komið fram við kaupin Þórður Gunnarsson hagfræðingur bendir á í skoðanagrein á Innherja í dag að ef Síldarvinnslan hefði notast við sömu viðmið við kaupin á Vísi í Grindavík og séu notuð hjá fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni hefði verðmiði hlutafjárins í fyrirtækinu verið um ellefu milljarða. Heildarvirði viðskiptanna hafi hins vegar verið þrjátíu og einn milljarður króna. Því megi segja að forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar hafi náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, og svo upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerir athugasemd við þetta á Facebook- síðu sinni í dag. Þar kemur fram að þessi greining á kaupverðinu bendi eindregið til þess að kaupverðið taki ekki mikið mið af rekstri, heldur skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum sem eigi að heita þjóðareign. Hann endar á spurningunni. Á þetta bara að vera svona?
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Grindavík Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00
Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17