Bíó og sjónvarp

Henry Ca­vill snýr aftur sem Super­man

Bjarki Sigurðsson skrifar
Henry Cavill hefur leikið Superman síðan árið 2013.
Henry Cavill hefur leikið Superman síðan árið 2013. Getty/Visual China Group

Breski stórleikarinn Henry Cavill kemur til með að leika Clark Kent og ofurhetjuna Superman, í næstu kvikmynd um illmennið Black Adam. Cavill hefur ekki klætt sig í búninginn síðan árið 2017.

Síðasta kvikmyndin sem innihélt Superman var Justice League sem kom út í nóvember árið 2017. Reyndar kom Zack Snyder's Justice League út í fyrra en um var að ræða lengri útgáfu af myndinni sem kom út fjórum árum áður. 

Deadline greinir frá því að Cavill muni snúa aftur sem Superman þegar ofurhetjan birtist í næstu mynd sem fjallar um Black Adam. Fyrsta myndin var frumsýnd vestanhafs fyrr í mánuðinum og hefur þegar rakað inn 140 milljónum dollara, rúma 20 milljarða króna. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.