Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Maður sem kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku hefur áhyggjur af því að meintur gerandi haldi áfram að brjóta á börnum þar sem málið er nú fyrnt. Meintur gerandi sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt að auki við réttarsálfræðing um kæruferli og fyrnd brot.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um rekstur strætó og þá hugmynd að bjóða út rekstur allra strætisvagna til einkaaðila. Framkvæmdastjóri strætó segir tímasetninguna góða þótt aukin útvistun bjargi ekki bráðavanda Strætó enda hafi hann aldrei séð það svartara í fjármálum fyrirtækisins.

Þá verður fjallað um hvítabirni á Norðuríshafinu sem sækja sífellt norðar vegna þess hvað ísinn sunnar á hafinu þynnist hratt, við bregðum okkur á Snæfellsnes og kynnum okkur svæðisgarð þar og verðum í beinni útsendingu frá æfingu á tónleikasýningunni Grease.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×