Sunak staðfestir framboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 10:21 Rishi Sunak vill verða forsætisráðherra Bretlands. Peter Summers/Getty Images) Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. Sunak tilkynnti um ákvörðunina á Twitter í morgun. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir því að Sunak myndi bjóða sig fram. Talning BBC hefur gefið til kynna að hann hafi verið fyrstur til að tryggja sér stuðning yfir 100 þingmanna Íhaldsflokksins, sem er sá þröskuldur sem þarf að yfirstíga til að geta boðið sig fram. Framboð Sunak þýðir að tveir frambjóðendur hafa formlega tilkynnt um framboð. Hinn er Penny Mordaunt, leiðtoga neðri deildar breska þingsins. Boris Johnson, sem sagði af sér sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra í sumar er einnig sagður íhuga framboð. Í færslu á Twitter segir Sunak að hann vilji fyrst og fremst einbeita sér að efnahagsmálum þar sem laga þurfi efnahag Bretlands. Þá sé mikilvægt að sameina Íhaldsflokkinn og ná árangri fyrir landsmenn. The United Kingdom is a great country but we face a profound economic crisis.That’s why I am standing to be Leader of the Conservative Party and your next Prime Minister. I want to fix our economy, unite our Party and deliver for our country. pic.twitter.com/BppG9CytAK— Rishi Sunak (@RishiSunak) October 23, 2022 Frestur til að bjóða sig fram rennur út síðdegis á morgun. Sem fyrr segir geta þeir aðeins boðið sig fram sem geta sýnt fram á stuðning eitt hundrað af þeim 357 þingmönnum sem sitja á þingi fyrir Íhaldsflokkinn. Það þýðir að hámarki þrír geta boðið sig fram. Leiðtogakjörið fer fram í vikunni en sá sem ber sigur úr bítum þar mun taka við Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún sagði af sér í síðustu viku eftir afar stutta forsætisráðherratíð, þá stystu í sögu Bretlands. Bretland Tengdar fréttir Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Sunak tilkynnti um ákvörðunina á Twitter í morgun. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir því að Sunak myndi bjóða sig fram. Talning BBC hefur gefið til kynna að hann hafi verið fyrstur til að tryggja sér stuðning yfir 100 þingmanna Íhaldsflokksins, sem er sá þröskuldur sem þarf að yfirstíga til að geta boðið sig fram. Framboð Sunak þýðir að tveir frambjóðendur hafa formlega tilkynnt um framboð. Hinn er Penny Mordaunt, leiðtoga neðri deildar breska þingsins. Boris Johnson, sem sagði af sér sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra í sumar er einnig sagður íhuga framboð. Í færslu á Twitter segir Sunak að hann vilji fyrst og fremst einbeita sér að efnahagsmálum þar sem laga þurfi efnahag Bretlands. Þá sé mikilvægt að sameina Íhaldsflokkinn og ná árangri fyrir landsmenn. The United Kingdom is a great country but we face a profound economic crisis.That’s why I am standing to be Leader of the Conservative Party and your next Prime Minister. I want to fix our economy, unite our Party and deliver for our country. pic.twitter.com/BppG9CytAK— Rishi Sunak (@RishiSunak) October 23, 2022 Frestur til að bjóða sig fram rennur út síðdegis á morgun. Sem fyrr segir geta þeir aðeins boðið sig fram sem geta sýnt fram á stuðning eitt hundrað af þeim 357 þingmönnum sem sitja á þingi fyrir Íhaldsflokkinn. Það þýðir að hámarki þrír geta boðið sig fram. Leiðtogakjörið fer fram í vikunni en sá sem ber sigur úr bítum þar mun taka við Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún sagði af sér í síðustu viku eftir afar stutta forsætisráðherratíð, þá stystu í sögu Bretlands.
Bretland Tengdar fréttir Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02