Innlent

Átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Maðurinn var grunaður um að hafa verið að bjóða börnum sígarettur.
Maðurinn var grunaður um að hafa verið að bjóða börnum sígarettur. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um mann sem átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Lögregla fór á vettvang en maðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn.

Í miðborginni var töluverð ölvun, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn datt á höfuðið vegna ölvunar og var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. 

Þá varð umferðarslys á gatnamótum í Múlahverfi þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Þær urðu báðar óökufærar eftir slysið og voru dregnar á brott. Ökumenn hlutu minni háttar meiðsl.

Nokkuð var um ölvunar- eða vímuefnaakstur en lögreglumenn á stöð 1, sem sinnir meðal annars Vesturbæ, Miðbæ og Hlíðum, stöðvuðu fjóra ökumenn vegna gruns aksturs undir áhrifum. Málin eru sögð í hefðbundnu ferli hjá lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×