Innlent

Sprengi­sandur: Ein­elti, Úkraína, sam­fé­lags­vegir og for­manns­ár Loga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Haraldur Benediktsson alþingismaður hefur verið á yfirreið um landið og kynnt hugmyndir sínar um samfélagsvegi, nýjar leiðir til að hraða vegaframkvæmdum - hann reifar þessi áform sín í þætti dagsins.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í eina viku í viðbót, ætlar að fara yfir formannsárin, ræða jafnaðarmennskuna og eitt og annað fleira sem á daga hans hefur drifið frá því hann varð óvænt formaður Samfylkingarinnar á sínum tíma.

Þau Sigrún Garcia Thorarensen sem fer fyrir ráðherraskipuðu eineltisráði, fagráði eineltismála í grunn- og framhaldsskólum, Magnús Þór Jónsson formaður KÍ og fyrrverandi skólastjóri og Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd sem m.a. rannsakar miðlanotkun barna og unglinga, ætla að skiptast á skoðunum í kjölfar eineltismáls í Hafnarfirði sem greint var frá í þessari viku og vakti óhug.

Síðasti maður á dagskrá verður Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, við ætlum að halda áfram að reyna að kortleggja stöðuna í Úkraínu og hugsanlega framvindu hennar.

Nú leggur almenningur í Kherson á flótta. Pútín sprengir orkumannvirki sem mest hann má og miklar áhyggjur eru af Nova Kakhovka stíflunni sem Rússar gætu hugsanlega sprengt upp með tilheyrandi flóðum í Kherson og nágrannabæjum. Eyðileggingin heldur áfram í Úkraínu og vetrarfrostið nálgast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×