Ósammála félögum sínum í meirihlutanum: „Frumvarpið virðist hrein og bein aðför að réttindum launafólks“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2022 15:21 Orri Páll Jóhannsson er þingflokksmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði virðast vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín starfsmenn sem standa utan stéttarfélaga og lágmarksréttindi launafólks gætu orðið að engu. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að frátöldum ráðherrum og forseta Alþingis lögðu fram frumvarpið í vikunni. Þar er meðal annars tekið fram að óheimilt yrði að draga félagsgjald af launafólki eða skrá það í stéttarfélag án ótvíræðs samþykkis þess og óheimilt yrði að skylda fólk til að ganga í tiltekið stéttarfélag. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur einnig gagnrýnt frumvarpið. Hann sagði í vikunni að næði frumvarpið fram að ganga yrði það til þess fallið að taka allt bit úr verkfallsvopninu og kippa rekstrargrundvelli undan stéttarfélögum á Íslandi. Stéttarfélög tryggi sjálfsögð réttindi Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna er ósammála félögum sínum í meirihlutanum. Hann segir í aðsendri skoðanagrein á Vísi að sterk verkalýðshreyfing hafi í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags. Frumvarpið væri hins vegar til þess fallið að grafa undan áratugalangri sátt í stéttarfélagsmálum. „Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri,“ segir Orri Páll. Allt í nafni frelsisins Hann tekur dæmi um tvo launþega sem báðir verða veikir. Annar þeirra í stéttarfélagi en hinn ekki. Orri reifar hvernig réttarstaða þess fyrrnefnda sé augljóslega miklu betri en þess sem ekki er í stéttarfélagi. Réttindi launafólks séu tryggð með þátttöku í stéttarfélögum. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins,“ segir Orri Páll að lokum. Vinnumarkaður Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Réttindi launafólks og frelsið Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. 22. október 2022 15:01 Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18. október 2022 12:49 Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu. 14. október 2022 12:04 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Sjá meira
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að frátöldum ráðherrum og forseta Alþingis lögðu fram frumvarpið í vikunni. Þar er meðal annars tekið fram að óheimilt yrði að draga félagsgjald af launafólki eða skrá það í stéttarfélag án ótvíræðs samþykkis þess og óheimilt yrði að skylda fólk til að ganga í tiltekið stéttarfélag. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur einnig gagnrýnt frumvarpið. Hann sagði í vikunni að næði frumvarpið fram að ganga yrði það til þess fallið að taka allt bit úr verkfallsvopninu og kippa rekstrargrundvelli undan stéttarfélögum á Íslandi. Stéttarfélög tryggi sjálfsögð réttindi Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna er ósammála félögum sínum í meirihlutanum. Hann segir í aðsendri skoðanagrein á Vísi að sterk verkalýðshreyfing hafi í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags. Frumvarpið væri hins vegar til þess fallið að grafa undan áratugalangri sátt í stéttarfélagsmálum. „Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri,“ segir Orri Páll. Allt í nafni frelsisins Hann tekur dæmi um tvo launþega sem báðir verða veikir. Annar þeirra í stéttarfélagi en hinn ekki. Orri reifar hvernig réttarstaða þess fyrrnefnda sé augljóslega miklu betri en þess sem ekki er í stéttarfélagi. Réttindi launafólks séu tryggð með þátttöku í stéttarfélögum. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins,“ segir Orri Páll að lokum.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Réttindi launafólks og frelsið Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. 22. október 2022 15:01 Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18. október 2022 12:49 Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu. 14. október 2022 12:04 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Sjá meira
Réttindi launafólks og frelsið Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. 22. október 2022 15:01
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18. október 2022 12:49
Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu. 14. október 2022 12:04