Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson skrifar 22. október 2022 15:01 Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. Á grundvelli félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar er launafólki frjálst að ákveða hvort það vilji standa innan eða utan stéttarfélaga. Engu að síður ber launafólki skylda til að greiða vinnuréttargjald til þess stéttarfélags sem fyrir hönd sinna félagsmanna gerir kjarasamning fyrir viðkomandi starf. Það er sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir og raunar er það svo að þátttaka í stéttarfélögum hérlendis er yfir 90% sem þykir öfundsvert. Í þessari umræðu er spurt hversu hættulegt það kunni að vera að einstaklingur hafi raunverulegt val um það að ganga úr stéttarfélagi. Frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði leggur til að afnema skyldu atvinnurekanda til þess að draga 1% af launum launafólks í sjúkrasjóð og í staðinn verði launþeganum veitt ,,frelsi” til að velja hvort hann borgi í sjúkrasjóð stéttarfélags eða tryggi sig sjálfur hjá tryggingarfélagi á frjálsum markaði. Skoðum hér dæmi sem gæti hæglega orðið að veruleika: Jón og Gunnar vinna hjá sama fyrirtæki. Jón er meðlimur í stéttarfélagi en Gunnar er það ekki. Jón veikist og þarf að vera frá vinnu í hálft ár. Stéttarfélagið kemur honum strax til aðstoðar, tryggir að hann fái greitt úr sjúkrasjóði á meðan á veikindum hans stendur. Stéttarfélagið býður Jóni líka upp á ýmis námskeið og annan stuðning á meðan hann er fjarri vinnu vegna veikinda. Þegar Gunnar, sem ekki er í stéttarfélagi, veikist og verður frá vinnu í hálft ár þá getur hann ekki reitt sig á sjúkrasjóð eða aðra þjónustu og stuðning síns stéttarfélags. Gunnar þarf þá að setja sig í sambandi við tryggingarfélagið sitt þar sem hann er sjúkratryggður. Það er því eðlismunur á viðbrögðum við veikindum þessara tveggja manna; sjúkrasjóðir eru stofnaðir til að tryggja réttindi félaga í stéttarfélögum í hvívetna en tryggingafyrirtæki er ætlað að hámarka hagnað fyrir eigendur sína. Tryggingafyrirtæki með sínu smáa letri setja svo ýmis skilyrði fyrir greiðslunni. Næði þetta frumvarp fram að ganga er augljóst að Jón og Gunnar verða ekki í sambærilegri stöðu þegar kemur að réttindum í veikindum þó einhver telji í því frelsi falið. Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri. Sterk verkalýðshreyfing hefur í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og verið hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags þar sem velsæld, uppbygging félagslega mikilvægra innviða og velferðarkerfis hafa verið höfð að leiðarljósi. Birtingarmyndir þess eru m.a. öflugir sjúkrasjóðir, uppbygging á ódýrara leiguhúsnæði í gegnum Bjarg íbúðafélag og efling á starfsgetu einstaklinga með heilsubrest til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði í gegnum Virk starfsendurhæfingu. Þá er ótalið það bætta aðgengi að nauðsynlegri samfélagsþjónustu sem félögum býðst í gegnum stéttarfélög, t.a.m. með ýmissi niðurgreiðslu á læknisaðstoð og sálfræðiþjónustu, líkamsræktarkortum og leigu orlofshúsnæðis. Réttindi launafólks eru því tryggð með þátttöku þess í stéttarfélögum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Alþingi Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. Á grundvelli félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar er launafólki frjálst að ákveða hvort það vilji standa innan eða utan stéttarfélaga. Engu að síður ber launafólki skylda til að greiða vinnuréttargjald til þess stéttarfélags sem fyrir hönd sinna félagsmanna gerir kjarasamning fyrir viðkomandi starf. Það er sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir og raunar er það svo að þátttaka í stéttarfélögum hérlendis er yfir 90% sem þykir öfundsvert. Í þessari umræðu er spurt hversu hættulegt það kunni að vera að einstaklingur hafi raunverulegt val um það að ganga úr stéttarfélagi. Frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði leggur til að afnema skyldu atvinnurekanda til þess að draga 1% af launum launafólks í sjúkrasjóð og í staðinn verði launþeganum veitt ,,frelsi” til að velja hvort hann borgi í sjúkrasjóð stéttarfélags eða tryggi sig sjálfur hjá tryggingarfélagi á frjálsum markaði. Skoðum hér dæmi sem gæti hæglega orðið að veruleika: Jón og Gunnar vinna hjá sama fyrirtæki. Jón er meðlimur í stéttarfélagi en Gunnar er það ekki. Jón veikist og þarf að vera frá vinnu í hálft ár. Stéttarfélagið kemur honum strax til aðstoðar, tryggir að hann fái greitt úr sjúkrasjóði á meðan á veikindum hans stendur. Stéttarfélagið býður Jóni líka upp á ýmis námskeið og annan stuðning á meðan hann er fjarri vinnu vegna veikinda. Þegar Gunnar, sem ekki er í stéttarfélagi, veikist og verður frá vinnu í hálft ár þá getur hann ekki reitt sig á sjúkrasjóð eða aðra þjónustu og stuðning síns stéttarfélags. Gunnar þarf þá að setja sig í sambandi við tryggingarfélagið sitt þar sem hann er sjúkratryggður. Það er því eðlismunur á viðbrögðum við veikindum þessara tveggja manna; sjúkrasjóðir eru stofnaðir til að tryggja réttindi félaga í stéttarfélögum í hvívetna en tryggingafyrirtæki er ætlað að hámarka hagnað fyrir eigendur sína. Tryggingafyrirtæki með sínu smáa letri setja svo ýmis skilyrði fyrir greiðslunni. Næði þetta frumvarp fram að ganga er augljóst að Jón og Gunnar verða ekki í sambærilegri stöðu þegar kemur að réttindum í veikindum þó einhver telji í því frelsi falið. Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri. Sterk verkalýðshreyfing hefur í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og verið hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags þar sem velsæld, uppbygging félagslega mikilvægra innviða og velferðarkerfis hafa verið höfð að leiðarljósi. Birtingarmyndir þess eru m.a. öflugir sjúkrasjóðir, uppbygging á ódýrara leiguhúsnæði í gegnum Bjarg íbúðafélag og efling á starfsgetu einstaklinga með heilsubrest til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði í gegnum Virk starfsendurhæfingu. Þá er ótalið það bætta aðgengi að nauðsynlegri samfélagsþjónustu sem félögum býðst í gegnum stéttarfélög, t.a.m. með ýmissi niðurgreiðslu á læknisaðstoð og sálfræðiþjónustu, líkamsræktarkortum og leigu orlofshúsnæðis. Réttindi launafólks eru því tryggð með þátttöku þess í stéttarfélögum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun