Fótbolti

Stoðsending Söru Bjarkar dugði ekki gegn Guðnýju

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir lagði sitt af mörkum eftir að hafa komið inná sem varamaður. 
Sara Björk Gunnarsdóttir lagði sitt af mörkum eftir að hafa komið inná sem varamaður.  Vísir/Getty

Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í varnarlínu AC Milan þegar liðið lagði Juventus að velli með fjórum mörkum gegn þremur í sjöundu umferð ítölsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag. 

Kosovare Asllani kom AC Milan í 2-0 áður en Agnese Bonfantini minnkaði muninn fyrir Juventus. 

Martina Piemonte og Małgorzata Anna Mesjasz sá til þess að Juventus komst í 4-1. Í kjölfar þess kom Sara Björk Gunarsdóttir inná sem varamðaur. 

Cristiana Girelli lagaði stöðuna fyrir Juventus með tveimur mörkum en Sara Björk lagði upp seinna mark hennar í uppbótartíma leiksins.

 Lengra komst Juventus ekki og AC Milan fór með sigur af hólmi. Juventus situr í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig en AC Milan er með 12 stig í því fimmta eftir þennan sigur. 

Anna Björk Kristjánsdóttir og liðsfélagar hennar hjá Inter tróna á toppnum með 16 stig og Roma og Fiorentina koma þar á eftir með stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×