Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 13:53 Kevin Spacey (f.m.) yfirgefur dómshús í New York eftir að dómur var kveðinn upp í gær. AP/Andres Kudacki Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. Rapp fullyrðir að Spacey hafi reynt að misnota sig kynferðislega eftir samkvæmi þegar hann var sjálfur fjórtán ára en Spacey var 26 ára árið 1986. Hvorugur þeirra var þekktur leikari á þeim tíma. Rapp krafðist fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði meira en 5,8 milljarða íslenskra króna, í miskabætur í einkamálinu sem hann höfðaði gegn Spacey. Það tók kviðdóm aðeins klukkustund að komast að þeirri niðurstöðu að lögmenn Rapp hefðu ekki fært nægjanlegar sönnur fyrir ásökununum og sýkna Spacey, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvorki Spacey né Rapp tjáðu sig beint við fjölmiðla eftir að dómur féll. Lögmenn Spacey fögnuðu því að kviðdómurinn hefði séð í gegnum „falskar ásakanir“ á hendur honum en lögmaður Rapp fullyrti í lokamálflutningsræðu sinni að Spacey hefði borið ljúgvitni. Í vitnastúku sagði Spacey kviðdómendum að atvikið hefði aldrei átt sér stað og að hann hefði aldrei laðast að manneskju sem væri fjórtán ára gömul. Fjöldi annarra karlmanni stigu fram og sökuðu Spacey um áreitni og ofbeldi eftir að Rapp sagði frá sinni reynslu. Dómsmál gegn Spacey vegna ásakana um að hann hafi brotið á þremur karlmönnum stendur nú yfir í London í Bretlandi. Þá staðfesti dómari í Los Angeles nýlega úrskurð gerðardómara að Spacey þyrfti að greiða framleiðendum þáttaraðarinnar „Spilaborgar“ meira en þrjátíu milljónir dollara, jafnvirði um 4,5 milljarða íslenskra króna. Leikarinn var talinn hafa brotið samning sinn með því að áreita starfsfólk kynferðislega. Mál Kevin Spacey Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Spacey laus gegn tryggingu Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi. 16. júní 2022 21:39 Spacey dæmdur til að greiða framleiðendum House of Cards fjóra milljarða Gerðardómur hefur ákveðið að leikarinn Kevin Spacey eigi að greiða MRC kvikmyndaverinu 31 milljón dala í skaðabætur fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum samnings síns við framleiðslu á þáttunum House of Cards, sem sýndir voru á Netflix. 23. nóvember 2021 07:31 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Rapp fullyrðir að Spacey hafi reynt að misnota sig kynferðislega eftir samkvæmi þegar hann var sjálfur fjórtán ára en Spacey var 26 ára árið 1986. Hvorugur þeirra var þekktur leikari á þeim tíma. Rapp krafðist fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði meira en 5,8 milljarða íslenskra króna, í miskabætur í einkamálinu sem hann höfðaði gegn Spacey. Það tók kviðdóm aðeins klukkustund að komast að þeirri niðurstöðu að lögmenn Rapp hefðu ekki fært nægjanlegar sönnur fyrir ásökununum og sýkna Spacey, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvorki Spacey né Rapp tjáðu sig beint við fjölmiðla eftir að dómur féll. Lögmenn Spacey fögnuðu því að kviðdómurinn hefði séð í gegnum „falskar ásakanir“ á hendur honum en lögmaður Rapp fullyrti í lokamálflutningsræðu sinni að Spacey hefði borið ljúgvitni. Í vitnastúku sagði Spacey kviðdómendum að atvikið hefði aldrei átt sér stað og að hann hefði aldrei laðast að manneskju sem væri fjórtán ára gömul. Fjöldi annarra karlmanni stigu fram og sökuðu Spacey um áreitni og ofbeldi eftir að Rapp sagði frá sinni reynslu. Dómsmál gegn Spacey vegna ásakana um að hann hafi brotið á þremur karlmönnum stendur nú yfir í London í Bretlandi. Þá staðfesti dómari í Los Angeles nýlega úrskurð gerðardómara að Spacey þyrfti að greiða framleiðendum þáttaraðarinnar „Spilaborgar“ meira en þrjátíu milljónir dollara, jafnvirði um 4,5 milljarða íslenskra króna. Leikarinn var talinn hafa brotið samning sinn með því að áreita starfsfólk kynferðislega.
Mál Kevin Spacey Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Spacey laus gegn tryggingu Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi. 16. júní 2022 21:39 Spacey dæmdur til að greiða framleiðendum House of Cards fjóra milljarða Gerðardómur hefur ákveðið að leikarinn Kevin Spacey eigi að greiða MRC kvikmyndaverinu 31 milljón dala í skaðabætur fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum samnings síns við framleiðslu á þáttunum House of Cards, sem sýndir voru á Netflix. 23. nóvember 2021 07:31 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21
Spacey laus gegn tryggingu Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi. 16. júní 2022 21:39
Spacey dæmdur til að greiða framleiðendum House of Cards fjóra milljarða Gerðardómur hefur ákveðið að leikarinn Kevin Spacey eigi að greiða MRC kvikmyndaverinu 31 milljón dala í skaðabætur fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum samnings síns við framleiðslu á þáttunum House of Cards, sem sýndir voru á Netflix. 23. nóvember 2021 07:31
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent