Lífið

María Rut og Ingileif eiga von á barni

Elísabet Hanna skrifar
Þær eru spenntar að stækka fjölskylduna.
Þær eru spenntar að stækka fjölskylduna. Skjáskot/Instagram

„Fjölskyldan stækkar og hjörtun með“ segja hjónin María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir í sameiginlegri Instagram færslu.

„Síðan í sumar höfum við átt leyndarmál sem er orðið frekar erfitt að fela svo hér með kynnum við til leiks: Plómu! ..það var semsagt það sem Rökkvi ákvað að litla barnið í mallanum á mömmu I ætti að heita,“ segja þær einnig. Barnið er væntanlegt í mars og eru mæðurnar spenntar fyrir viðbótinni. 

Þær María og Ingileif hafa verið saman í níu ár og eiga fyrir tvo drengi. Ingileif er framleiðandi hjá Ketchup Creative og María er kynn­ing­ar­stýra UN Women. Ingileif og María gengu að eiga hvor aðra við hátíðlega athöfn á Flateyri í júní árið 2018.

Fyrr í mánuðinum fóru þær í viðtal hjá Jákastinu þar sem þær ræddu við Krisján Hafþórsson. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:


Tengdar fréttir

Aron Can og Erna María eiga von á barni

Söngvarinn Aron Can Gultekin á von á barni ásamt kærustu sinni til nokkurra ára, flugfreyjunni Ernu Maríu Björnsdóttur. „Lítill Can,“ skrifaði parið undir fallega mynd af bumbunni.

Guð­rún Sørt­veit eignaðist „drauma­dreng“

Guðrún Helga Sørtveit, förðunarfræðingur með meiru eignaðist sitt annað barn með kærasta sínum Steinari Erni Gunnarssyni, þann 12. október síðastliðinn. Guðrún deildi mynd af drengnum sem parið eignaðist á Instagram fyrr í dag og segir hann hafa mætt „með hraði.“

„Þrjú í apríl“

Ari Ólafs­son og kær­astan hans Sól­veig Lilja Rögn­valds­dótt­ir, hjúkrunarfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Söngvarinn vann hug og hjörtu landsmanna þegar hann sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins og keppti í Eurovision með lagið Our Choice.

Jóhann Páll og Anna Bergljót eiga von á barni

Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður og Anna Bergljót Gunnarsdóttir, nýdoktor í efnafræði við Háskóla Íslands, greindu frá því fyrr í kvöld að þau ættu von á barni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×