Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2022 11:46 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. Umdeilt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögum hefur enn ekki komið fram á Alþingi þótt ráðherra hafi boðað síðastliðið vor og ítrekað það í síðasta mánuði að það yrði eitt af fyrstu þingmálum haustþingsins. Það yrði þá í fimmta sinn sem innanríkis- og dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyndu að koma slíku frumvarpi í gegn á Alþingi. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpinu en það var afgreitt út úr ríkisstjórn hinn 20. september og sent til þingflokka stjórnarflokkanna til umræðu og afgreiðslu. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarpið hafa verið afgreitt að hálfu þingflokks. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Við gerðum það í lok september síðastliðnum þegar að fram komu breytingar á lögum sem höfðu þá tekið breytingu frá fyrri framlagningu málsins, þá afgreiddum við það frá okkur til þinglegrar meðferðar,“ segir Orri Páll. Þannig það er að mati þingflokksins ekkert til fyrirstöðu að þingið taki málið til efnislegrar meðferðar? „Við alla vega afgreiddum það frá okkur þannig að við vildum að það færi í þinglega meðferð, enda hafði það tekið breytingum,“ segir hann. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins staðfestir að málið hafi einnig verið samþykkt út úr þingflokki hennar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Við fengum þetta inn í flokkinn og tókum umræðu þar og málið fór athugasemdarlaust í gegnum þingflokkinn. Við teljum líka bara afar mikilvægt að umræðan um þetta mál eigi sér stað bæði í þinginu sjálfu sem og inni í nefnd,“ segir Ingibjörg. Þannig ykkar vegna væri hægt að hefja þá umræðu strax? „Já við teljum bara afar mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað,“ segir hún. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokkinn standa með dómsmálaráðherra en verið væri að ræða tilteknar breytingar á frumvarpinu. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að fjalla um drög að frumvarpi Jóns Gunnarssonar í samráði við Jón Gunnarsson með fullum stuðningi hans. Það eru ákveðnar lagfæringar sem við teljum, og ég ætla ekki að fara efnislega í núna, teljum nauðsynlegt með hliðsjón af þeim aðstæðum sem hafa skapast á undanförnum vikum og mánuðum að gera á þessu frumvarpi,“ segir Óli Björn. Það væri ekkert óvenjulegt við að þingflokkurinn tæki sér ágætan tíma í jafn mikilvægt mál og útlendingamálin. Er þá ekki alveg fullkomin sátt um það sem hann leggur til? „Það fer ekki hnífurinn á milli þingflokksins og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þegar kemur að útlendingamálunum,“ segir Óli Björn. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Umdeilt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögum hefur enn ekki komið fram á Alþingi þótt ráðherra hafi boðað síðastliðið vor og ítrekað það í síðasta mánuði að það yrði eitt af fyrstu þingmálum haustþingsins. Það yrði þá í fimmta sinn sem innanríkis- og dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyndu að koma slíku frumvarpi í gegn á Alþingi. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpinu en það var afgreitt út úr ríkisstjórn hinn 20. september og sent til þingflokka stjórnarflokkanna til umræðu og afgreiðslu. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarpið hafa verið afgreitt að hálfu þingflokks. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Við gerðum það í lok september síðastliðnum þegar að fram komu breytingar á lögum sem höfðu þá tekið breytingu frá fyrri framlagningu málsins, þá afgreiddum við það frá okkur til þinglegrar meðferðar,“ segir Orri Páll. Þannig það er að mati þingflokksins ekkert til fyrirstöðu að þingið taki málið til efnislegrar meðferðar? „Við alla vega afgreiddum það frá okkur þannig að við vildum að það færi í þinglega meðferð, enda hafði það tekið breytingum,“ segir hann. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins staðfestir að málið hafi einnig verið samþykkt út úr þingflokki hennar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Við fengum þetta inn í flokkinn og tókum umræðu þar og málið fór athugasemdarlaust í gegnum þingflokkinn. Við teljum líka bara afar mikilvægt að umræðan um þetta mál eigi sér stað bæði í þinginu sjálfu sem og inni í nefnd,“ segir Ingibjörg. Þannig ykkar vegna væri hægt að hefja þá umræðu strax? „Já við teljum bara afar mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað,“ segir hún. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokkinn standa með dómsmálaráðherra en verið væri að ræða tilteknar breytingar á frumvarpinu. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að fjalla um drög að frumvarpi Jóns Gunnarssonar í samráði við Jón Gunnarsson með fullum stuðningi hans. Það eru ákveðnar lagfæringar sem við teljum, og ég ætla ekki að fara efnislega í núna, teljum nauðsynlegt með hliðsjón af þeim aðstæðum sem hafa skapast á undanförnum vikum og mánuðum að gera á þessu frumvarpi,“ segir Óli Björn. Það væri ekkert óvenjulegt við að þingflokkurinn tæki sér ágætan tíma í jafn mikilvægt mál og útlendingamálin. Er þá ekki alveg fullkomin sátt um það sem hann leggur til? „Það fer ekki hnífurinn á milli þingflokksins og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þegar kemur að útlendingamálunum,“ segir Óli Björn.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20
Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54