Erlent

Rífa niður leik­vanginn í Indónesíu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Að minnsta kosti 130 létu lífið í troðningnum.
Að minnsta kosti 130 létu lífið í troðningnum. EPA/Mast Irham

Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“.

Atvikið átti sér stað þann 1. október á Kanjuruhan-leikvanginum í borginni Malang. Þar höfðu heimamenn í Arema FC tapað á móti Persebaya 2-3. Þetta var fyrsti tapaði heimaleikur þeirra í 23 ár.

Stuðningsmenn voru ekki sáttir og fleygðu flöskum og öðrum hlutum í leikmenn og dómara. Síðan ruddust þeir inn á völlinn og veittust að þjálfurum liðsins.

Eftir að hafa mótmælt inni á vellinum færðust mótmælin út fyrir leikvanginn. Lögreglan reyndi að stöðva óeirðirnar með því að nota táragas. Þá reyndi fólk að flýja aftur inn á leikvanginn með þeim afleiðingum að margir urðu undir í troðningi.

Dyrnar að leikvanginum eru ansi litlar en einungis tveir komast í gegnum þær í einu. Það skapar mikla hættu, til dæmis þegar rýma þarf leikvanginn, og því verður hann rifinn niður og nýr byggður. Nýi völlurinn verður byggður eftir reglugerðum FIFA.


Tengdar fréttir

Að­gerðir lög­reglu sagðar hafa valdið mann­skæðum troðningnum

Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×