Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. október 2022 19:42 Styttan af Danakonungi máluð. Aðsent Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. Hallgrímur Hegason, rithöfundur fyrir framan styttuna af Danakonungi.Aðsent „Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn,“ segir í tilkynningu félagsins. Í myndbandinu hér að neðan má sjá gjörninginn framkvæmdan en styttan, eins og flestum er kunnugt, stendur fyrir utan stjórnarráðið. Hallgrímur Helgason, rithöfundur heyrist í myndbandinu kalla eftirfarandi skilaboð: „Ísland þolir enga bið, eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við, þá stjórnar enn þá Bláa höndin.“ Félagið kallar eftir aðgerðum frá Alþingi vegna málsins og hvetur til þess að tillögurnar sem samþykktar hafi verið sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár verði afgreiddar. Heilsteypt frumvarp úr tillögunum skuli svo vera borið undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá,“ segir í tilkynningu félagsins. Tilkynningu félagsins í heild sinni má lesa hér að neðan. Tilkynning Stjórnarskrárfélagsins Athöfn við styttu Kristjáns 9. á lóð Stjórnarráðshússins 18. október 2022 Bláa höndin - Við eigum nýja stjórnarskrá! Kristján 9. Danakóngur var afturhaldssamur og sýndi sjónarmiðum Íslendinga lítinn áhuga. Honum var umhugað um völd danska ríkisins. Blámáluð hönd hans er til að minna okkur á að stjórnarskráin sem hann færði Íslendingum var ekki sú stjórnarskrá sem landsmenn vildu og höfðu samið sér þegar árið 1851. Stjórnarskráin sem landsmenn fengu að gjöf 1874 var það sem danska ríkið og kóngurinn vildu og gátu sætt sig við. Engin formleg afhendingarathöfn fór fram í Íslandsheimsókn konungs 1874 og Jón Sigurðsson forseti fór háðulegum orðum um þessa stjórnarskrá. Hann lýsti henni þá þegar sem afturhaldssamri og úreltri. Blámáluð hönd Kristjáns 9. er til að minna á að við búum enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá, þrátt fyrir að hafa samið okkur og samþykkt grunn að nýrri stjórnarskrá sem sjálfstæð og fullvalda þjóð í lýðræðisríki fyrir 10 árum. Vilji landsmanna nær ekki fram að ganga. Blá hönd andlýðræðislegra stjórnarhátta, afturhalds og sérhagsmuna er enn á lofti og heldur í krepptum hnefa dauðahaldi um úrelta stjórnarskrá sem kjósendur hafa hafnað fyrir nýja. Bláu höndinni er umhugað um auð sinn og völd og hún gefur lítið fyrir vilja almennings. Að þessu sinni hefur hún aðsetur á Íslandi en ekki í Kaupmannahöfn. Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Ísland þolir enga bið eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við þá stjórnar ennþá Bláa höndin. - Hallgrímur Helgason Ef heilindi og trúnaður við fullveldi þjóðarinnar fá að ráða verður eftirleikurinn auðveldari. Krafan er einföld og sjálfgefin í lýðræðisríki: Alþingi taki fyrir og afgreiði tillögur sem yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda samþykkti að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012. Vinna skal úr tillögunum heilsteypt frumvarp að nýrri stjórnarskrá til samþykktar á Alþingi og bera síðan undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá. Eftir það sem á undan er gengið er nauðsynlegt að undirstrika að á Íslandi ríki lýðræði en ekki hnefaréttur. Því væri við hæfi að hefja ferlið með því að forseti Alþingis bæði fólkið í landinu afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á því að Alþingi virti úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá fyrir 10 árum. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrá Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Hallgrímur Hegason, rithöfundur fyrir framan styttuna af Danakonungi.Aðsent „Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn,“ segir í tilkynningu félagsins. Í myndbandinu hér að neðan má sjá gjörninginn framkvæmdan en styttan, eins og flestum er kunnugt, stendur fyrir utan stjórnarráðið. Hallgrímur Helgason, rithöfundur heyrist í myndbandinu kalla eftirfarandi skilaboð: „Ísland þolir enga bið, eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við, þá stjórnar enn þá Bláa höndin.“ Félagið kallar eftir aðgerðum frá Alþingi vegna málsins og hvetur til þess að tillögurnar sem samþykktar hafi verið sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár verði afgreiddar. Heilsteypt frumvarp úr tillögunum skuli svo vera borið undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá,“ segir í tilkynningu félagsins. Tilkynningu félagsins í heild sinni má lesa hér að neðan. Tilkynning Stjórnarskrárfélagsins Athöfn við styttu Kristjáns 9. á lóð Stjórnarráðshússins 18. október 2022 Bláa höndin - Við eigum nýja stjórnarskrá! Kristján 9. Danakóngur var afturhaldssamur og sýndi sjónarmiðum Íslendinga lítinn áhuga. Honum var umhugað um völd danska ríkisins. Blámáluð hönd hans er til að minna okkur á að stjórnarskráin sem hann færði Íslendingum var ekki sú stjórnarskrá sem landsmenn vildu og höfðu samið sér þegar árið 1851. Stjórnarskráin sem landsmenn fengu að gjöf 1874 var það sem danska ríkið og kóngurinn vildu og gátu sætt sig við. Engin formleg afhendingarathöfn fór fram í Íslandsheimsókn konungs 1874 og Jón Sigurðsson forseti fór háðulegum orðum um þessa stjórnarskrá. Hann lýsti henni þá þegar sem afturhaldssamri og úreltri. Blámáluð hönd Kristjáns 9. er til að minna á að við búum enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá, þrátt fyrir að hafa samið okkur og samþykkt grunn að nýrri stjórnarskrá sem sjálfstæð og fullvalda þjóð í lýðræðisríki fyrir 10 árum. Vilji landsmanna nær ekki fram að ganga. Blá hönd andlýðræðislegra stjórnarhátta, afturhalds og sérhagsmuna er enn á lofti og heldur í krepptum hnefa dauðahaldi um úrelta stjórnarskrá sem kjósendur hafa hafnað fyrir nýja. Bláu höndinni er umhugað um auð sinn og völd og hún gefur lítið fyrir vilja almennings. Að þessu sinni hefur hún aðsetur á Íslandi en ekki í Kaupmannahöfn. Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Ísland þolir enga bið eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við þá stjórnar ennþá Bláa höndin. - Hallgrímur Helgason Ef heilindi og trúnaður við fullveldi þjóðarinnar fá að ráða verður eftirleikurinn auðveldari. Krafan er einföld og sjálfgefin í lýðræðisríki: Alþingi taki fyrir og afgreiði tillögur sem yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda samþykkti að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012. Vinna skal úr tillögunum heilsteypt frumvarp að nýrri stjórnarskrá til samþykktar á Alþingi og bera síðan undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá. Eftir það sem á undan er gengið er nauðsynlegt að undirstrika að á Íslandi ríki lýðræði en ekki hnefaréttur. Því væri við hæfi að hefja ferlið með því að forseti Alþingis bæði fólkið í landinu afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á því að Alþingi virti úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá fyrir 10 árum. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður
Tilkynning Stjórnarskrárfélagsins Athöfn við styttu Kristjáns 9. á lóð Stjórnarráðshússins 18. október 2022 Bláa höndin - Við eigum nýja stjórnarskrá! Kristján 9. Danakóngur var afturhaldssamur og sýndi sjónarmiðum Íslendinga lítinn áhuga. Honum var umhugað um völd danska ríkisins. Blámáluð hönd hans er til að minna okkur á að stjórnarskráin sem hann færði Íslendingum var ekki sú stjórnarskrá sem landsmenn vildu og höfðu samið sér þegar árið 1851. Stjórnarskráin sem landsmenn fengu að gjöf 1874 var það sem danska ríkið og kóngurinn vildu og gátu sætt sig við. Engin formleg afhendingarathöfn fór fram í Íslandsheimsókn konungs 1874 og Jón Sigurðsson forseti fór háðulegum orðum um þessa stjórnarskrá. Hann lýsti henni þá þegar sem afturhaldssamri og úreltri. Blámáluð hönd Kristjáns 9. er til að minna á að við búum enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá, þrátt fyrir að hafa samið okkur og samþykkt grunn að nýrri stjórnarskrá sem sjálfstæð og fullvalda þjóð í lýðræðisríki fyrir 10 árum. Vilji landsmanna nær ekki fram að ganga. Blá hönd andlýðræðislegra stjórnarhátta, afturhalds og sérhagsmuna er enn á lofti og heldur í krepptum hnefa dauðahaldi um úrelta stjórnarskrá sem kjósendur hafa hafnað fyrir nýja. Bláu höndinni er umhugað um auð sinn og völd og hún gefur lítið fyrir vilja almennings. Að þessu sinni hefur hún aðsetur á Íslandi en ekki í Kaupmannahöfn. Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Ísland þolir enga bið eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við þá stjórnar ennþá Bláa höndin. - Hallgrímur Helgason Ef heilindi og trúnaður við fullveldi þjóðarinnar fá að ráða verður eftirleikurinn auðveldari. Krafan er einföld og sjálfgefin í lýðræðisríki: Alþingi taki fyrir og afgreiði tillögur sem yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda samþykkti að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012. Vinna skal úr tillögunum heilsteypt frumvarp að nýrri stjórnarskrá til samþykktar á Alþingi og bera síðan undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá. Eftir það sem á undan er gengið er nauðsynlegt að undirstrika að á Íslandi ríki lýðræði en ekki hnefaréttur. Því væri við hæfi að hefja ferlið með því að forseti Alþingis bæði fólkið í landinu afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á því að Alþingi virti úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá fyrir 10 árum. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður
Stjórnarskrá Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira