Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. október 2022 19:42 Styttan af Danakonungi máluð. Aðsent Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. Hallgrímur Hegason, rithöfundur fyrir framan styttuna af Danakonungi.Aðsent „Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn,“ segir í tilkynningu félagsins. Í myndbandinu hér að neðan má sjá gjörninginn framkvæmdan en styttan, eins og flestum er kunnugt, stendur fyrir utan stjórnarráðið. Hallgrímur Helgason, rithöfundur heyrist í myndbandinu kalla eftirfarandi skilaboð: „Ísland þolir enga bið, eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við, þá stjórnar enn þá Bláa höndin.“ Félagið kallar eftir aðgerðum frá Alþingi vegna málsins og hvetur til þess að tillögurnar sem samþykktar hafi verið sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár verði afgreiddar. Heilsteypt frumvarp úr tillögunum skuli svo vera borið undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá,“ segir í tilkynningu félagsins. Tilkynningu félagsins í heild sinni má lesa hér að neðan. Tilkynning Stjórnarskrárfélagsins Athöfn við styttu Kristjáns 9. á lóð Stjórnarráðshússins 18. október 2022 Bláa höndin - Við eigum nýja stjórnarskrá! Kristján 9. Danakóngur var afturhaldssamur og sýndi sjónarmiðum Íslendinga lítinn áhuga. Honum var umhugað um völd danska ríkisins. Blámáluð hönd hans er til að minna okkur á að stjórnarskráin sem hann færði Íslendingum var ekki sú stjórnarskrá sem landsmenn vildu og höfðu samið sér þegar árið 1851. Stjórnarskráin sem landsmenn fengu að gjöf 1874 var það sem danska ríkið og kóngurinn vildu og gátu sætt sig við. Engin formleg afhendingarathöfn fór fram í Íslandsheimsókn konungs 1874 og Jón Sigurðsson forseti fór háðulegum orðum um þessa stjórnarskrá. Hann lýsti henni þá þegar sem afturhaldssamri og úreltri. Blámáluð hönd Kristjáns 9. er til að minna á að við búum enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá, þrátt fyrir að hafa samið okkur og samþykkt grunn að nýrri stjórnarskrá sem sjálfstæð og fullvalda þjóð í lýðræðisríki fyrir 10 árum. Vilji landsmanna nær ekki fram að ganga. Blá hönd andlýðræðislegra stjórnarhátta, afturhalds og sérhagsmuna er enn á lofti og heldur í krepptum hnefa dauðahaldi um úrelta stjórnarskrá sem kjósendur hafa hafnað fyrir nýja. Bláu höndinni er umhugað um auð sinn og völd og hún gefur lítið fyrir vilja almennings. Að þessu sinni hefur hún aðsetur á Íslandi en ekki í Kaupmannahöfn. Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Ísland þolir enga bið eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við þá stjórnar ennþá Bláa höndin. - Hallgrímur Helgason Ef heilindi og trúnaður við fullveldi þjóðarinnar fá að ráða verður eftirleikurinn auðveldari. Krafan er einföld og sjálfgefin í lýðræðisríki: Alþingi taki fyrir og afgreiði tillögur sem yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda samþykkti að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012. Vinna skal úr tillögunum heilsteypt frumvarp að nýrri stjórnarskrá til samþykktar á Alþingi og bera síðan undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá. Eftir það sem á undan er gengið er nauðsynlegt að undirstrika að á Íslandi ríki lýðræði en ekki hnefaréttur. Því væri við hæfi að hefja ferlið með því að forseti Alþingis bæði fólkið í landinu afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á því að Alþingi virti úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá fyrir 10 árum. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrá Reykjavík Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira
Hallgrímur Hegason, rithöfundur fyrir framan styttuna af Danakonungi.Aðsent „Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn,“ segir í tilkynningu félagsins. Í myndbandinu hér að neðan má sjá gjörninginn framkvæmdan en styttan, eins og flestum er kunnugt, stendur fyrir utan stjórnarráðið. Hallgrímur Helgason, rithöfundur heyrist í myndbandinu kalla eftirfarandi skilaboð: „Ísland þolir enga bið, eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við, þá stjórnar enn þá Bláa höndin.“ Félagið kallar eftir aðgerðum frá Alþingi vegna málsins og hvetur til þess að tillögurnar sem samþykktar hafi verið sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár verði afgreiddar. Heilsteypt frumvarp úr tillögunum skuli svo vera borið undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá,“ segir í tilkynningu félagsins. Tilkynningu félagsins í heild sinni má lesa hér að neðan. Tilkynning Stjórnarskrárfélagsins Athöfn við styttu Kristjáns 9. á lóð Stjórnarráðshússins 18. október 2022 Bláa höndin - Við eigum nýja stjórnarskrá! Kristján 9. Danakóngur var afturhaldssamur og sýndi sjónarmiðum Íslendinga lítinn áhuga. Honum var umhugað um völd danska ríkisins. Blámáluð hönd hans er til að minna okkur á að stjórnarskráin sem hann færði Íslendingum var ekki sú stjórnarskrá sem landsmenn vildu og höfðu samið sér þegar árið 1851. Stjórnarskráin sem landsmenn fengu að gjöf 1874 var það sem danska ríkið og kóngurinn vildu og gátu sætt sig við. Engin formleg afhendingarathöfn fór fram í Íslandsheimsókn konungs 1874 og Jón Sigurðsson forseti fór háðulegum orðum um þessa stjórnarskrá. Hann lýsti henni þá þegar sem afturhaldssamri og úreltri. Blámáluð hönd Kristjáns 9. er til að minna á að við búum enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá, þrátt fyrir að hafa samið okkur og samþykkt grunn að nýrri stjórnarskrá sem sjálfstæð og fullvalda þjóð í lýðræðisríki fyrir 10 árum. Vilji landsmanna nær ekki fram að ganga. Blá hönd andlýðræðislegra stjórnarhátta, afturhalds og sérhagsmuna er enn á lofti og heldur í krepptum hnefa dauðahaldi um úrelta stjórnarskrá sem kjósendur hafa hafnað fyrir nýja. Bláu höndinni er umhugað um auð sinn og völd og hún gefur lítið fyrir vilja almennings. Að þessu sinni hefur hún aðsetur á Íslandi en ekki í Kaupmannahöfn. Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Ísland þolir enga bið eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við þá stjórnar ennþá Bláa höndin. - Hallgrímur Helgason Ef heilindi og trúnaður við fullveldi þjóðarinnar fá að ráða verður eftirleikurinn auðveldari. Krafan er einföld og sjálfgefin í lýðræðisríki: Alþingi taki fyrir og afgreiði tillögur sem yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda samþykkti að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012. Vinna skal úr tillögunum heilsteypt frumvarp að nýrri stjórnarskrá til samþykktar á Alþingi og bera síðan undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá. Eftir það sem á undan er gengið er nauðsynlegt að undirstrika að á Íslandi ríki lýðræði en ekki hnefaréttur. Því væri við hæfi að hefja ferlið með því að forseti Alþingis bæði fólkið í landinu afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á því að Alþingi virti úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá fyrir 10 árum. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður
Tilkynning Stjórnarskrárfélagsins Athöfn við styttu Kristjáns 9. á lóð Stjórnarráðshússins 18. október 2022 Bláa höndin - Við eigum nýja stjórnarskrá! Kristján 9. Danakóngur var afturhaldssamur og sýndi sjónarmiðum Íslendinga lítinn áhuga. Honum var umhugað um völd danska ríkisins. Blámáluð hönd hans er til að minna okkur á að stjórnarskráin sem hann færði Íslendingum var ekki sú stjórnarskrá sem landsmenn vildu og höfðu samið sér þegar árið 1851. Stjórnarskráin sem landsmenn fengu að gjöf 1874 var það sem danska ríkið og kóngurinn vildu og gátu sætt sig við. Engin formleg afhendingarathöfn fór fram í Íslandsheimsókn konungs 1874 og Jón Sigurðsson forseti fór háðulegum orðum um þessa stjórnarskrá. Hann lýsti henni þá þegar sem afturhaldssamri og úreltri. Blámáluð hönd Kristjáns 9. er til að minna á að við búum enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá, þrátt fyrir að hafa samið okkur og samþykkt grunn að nýrri stjórnarskrá sem sjálfstæð og fullvalda þjóð í lýðræðisríki fyrir 10 árum. Vilji landsmanna nær ekki fram að ganga. Blá hönd andlýðræðislegra stjórnarhátta, afturhalds og sérhagsmuna er enn á lofti og heldur í krepptum hnefa dauðahaldi um úrelta stjórnarskrá sem kjósendur hafa hafnað fyrir nýja. Bláu höndinni er umhugað um auð sinn og völd og hún gefur lítið fyrir vilja almennings. Að þessu sinni hefur hún aðsetur á Íslandi en ekki í Kaupmannahöfn. Líkt og á 19. öld er komið í veg fyrir að landsmenn eignist stjórnarskrá sem þeir sjálfir hafa samið sér. Nóg er komið af því. Vér mótmælum öll! Það er réttur fólksins í landinu að leggja grunn að samfélagi sínu í samræmi við óskir sínar og drauma. Engir aðrir eiga þann rétt. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Ísland þolir enga bið eftir að bresti klíkuböndin. Þótt ríkisstjórnir hér staldri við þá stjórnar ennþá Bláa höndin. - Hallgrímur Helgason Ef heilindi og trúnaður við fullveldi þjóðarinnar fá að ráða verður eftirleikurinn auðveldari. Krafan er einföld og sjálfgefin í lýðræðisríki: Alþingi taki fyrir og afgreiði tillögur sem yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda samþykkti að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012. Vinna skal úr tillögunum heilsteypt frumvarp að nýrri stjórnarskrá til samþykktar á Alþingi og bera síðan undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig sem að þessu verður staðið þarf að tryggja að aðeins sé unnið með þær tillögur sem kjósendur samþykktu og af heilindum og trúnaði við lýðræðislegan vilja þeirra eins og hann kom fram í atkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá. Eftir það sem á undan er gengið er nauðsynlegt að undirstrika að á Íslandi ríki lýðræði en ekki hnefaréttur. Því væri við hæfi að hefja ferlið með því að forseti Alþingis bæði fólkið í landinu afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á því að Alþingi virti úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá fyrir 10 árum. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður
Stjórnarskrá Reykjavík Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira