Hefur áhyggjur af vinum sínum í þungri vímuefnaneyslu á meðan borgin gerir ekkert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2022 16:35 Ragnar Erling er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. vísir/egill Heimilislausir karlmenn segja borgina ekki hafa veitt þeim nein svör eða brugðist við fyrirséðum vanda þeirra í vetur á nokkurn hátt. Þeir kalla eftir því að neyðarskýli verði opin á daginn og neituðu að fara úr einu slíku í morgun til að vekja athygli á málstað sínum. Nýstofnuð samtök um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, Viðmót, boðuðu til mótmælanna í dag. Nokkrir karlar sem hafa nýtt sér þjónustu neyðarskýlis úti á Granda ákváðu þá að neita að yfirgefa skýlið þegar það átti að loka klukkan 10 í morgun. Þeir kalla eftir að húsnæði geti staðið þeim til boða allan sólarhringinn en eins og er er ekkert úrræði fyrir mennina opið milli klukkan tíu og fimm á daginn. Ragnar Erling Hermannsson er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. Þið hafið væntanlega miklar áhyggjur af vetrinum? „Já, ég hef miklar áhyggjur og sérstaklega af vinum mínum sem eru í mjög þungri og erfiðri vímuefnaneyslu og þurfa mikla hjálp og umönnun. Þeir eiga alls ekki að vera úti í rigningu og vosbúð,“ segir Ragnar. Eru margir í þessari stöðu í dag? „Já. Eins og á kaffistofu Samhjálpar; ég held að það séu tvö til þrjú hundruð manns sem þau afgreiða á dag. Ég veit ekki hvort að þau öll séu heimilislaus en það er allavega mjög stór partur. Ætli það séu ekki svona þrjátíu til fimmtíu manns.“ Þetta eru önnur mótmæli samtakanna sem hafa farið fram; þau fyrri voru haldin síðasta miðvikudag. Ragnar segir einu svör borgarinnar eftir þau hafa verið að bókasöfn borgarinnar væru opin á daginn og mennirnir gætu leitað skjóls þar. Eitthvað sem hugnast þeim ekki vel. Ræða málið í borgarstjórn Sósíalistar settu málið á dagskrá borgarstjórnar í dag. „Þannig að við viljum að við löbbum út af fundinum með einhverjar aðgerðir sem er hægt að ráðast strax í. Við höfum lagt ýmislegt til í gegn um tíðina, til dæmis að neyðarskýlin verði opin allan sólarhringinn. Því var vísað inn í starfshóp... Þannig að við þurfum bara núna að ræða þetta, koma með aðgerðir strax, eins og Viðmót samtökin eru að benda á. Þannig að þetta þarf bara að gerast núna,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sem var mætt að ræða við hópinn við mótmælin í dag. Sanna Magdalena vonar að meirihlutinn sé opinn fyrir því að leysa vandann.vísir/egill Hún segist temmilega bjartsýn á að meirihlutinn finni lausnir. „Svona miðað við umræðuna þá er það ekki að lofa góðu það sem hefur verið nefnt; að bókasöfn standi til boða og svoleiðis. Það náttúrulega gengur ekki. En ég verð að vera bjartsýn því við verðum að ná einhverju í gegn. Þannig ég vona að við náum einhverjum lausnum í dag.“ Umræður um málið hófust í borgarstjórn nú rétt fyrir klukkan hálf fimm. Hægt er að fylgjast með þeim hér að neðan: Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Nýstofnuð samtök um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, Viðmót, boðuðu til mótmælanna í dag. Nokkrir karlar sem hafa nýtt sér þjónustu neyðarskýlis úti á Granda ákváðu þá að neita að yfirgefa skýlið þegar það átti að loka klukkan 10 í morgun. Þeir kalla eftir að húsnæði geti staðið þeim til boða allan sólarhringinn en eins og er er ekkert úrræði fyrir mennina opið milli klukkan tíu og fimm á daginn. Ragnar Erling Hermannsson er einn af stofnendum samtakanna Viðmóts. Þið hafið væntanlega miklar áhyggjur af vetrinum? „Já, ég hef miklar áhyggjur og sérstaklega af vinum mínum sem eru í mjög þungri og erfiðri vímuefnaneyslu og þurfa mikla hjálp og umönnun. Þeir eiga alls ekki að vera úti í rigningu og vosbúð,“ segir Ragnar. Eru margir í þessari stöðu í dag? „Já. Eins og á kaffistofu Samhjálpar; ég held að það séu tvö til þrjú hundruð manns sem þau afgreiða á dag. Ég veit ekki hvort að þau öll séu heimilislaus en það er allavega mjög stór partur. Ætli það séu ekki svona þrjátíu til fimmtíu manns.“ Þetta eru önnur mótmæli samtakanna sem hafa farið fram; þau fyrri voru haldin síðasta miðvikudag. Ragnar segir einu svör borgarinnar eftir þau hafa verið að bókasöfn borgarinnar væru opin á daginn og mennirnir gætu leitað skjóls þar. Eitthvað sem hugnast þeim ekki vel. Ræða málið í borgarstjórn Sósíalistar settu málið á dagskrá borgarstjórnar í dag. „Þannig að við viljum að við löbbum út af fundinum með einhverjar aðgerðir sem er hægt að ráðast strax í. Við höfum lagt ýmislegt til í gegn um tíðina, til dæmis að neyðarskýlin verði opin allan sólarhringinn. Því var vísað inn í starfshóp... Þannig að við þurfum bara núna að ræða þetta, koma með aðgerðir strax, eins og Viðmót samtökin eru að benda á. Þannig að þetta þarf bara að gerast núna,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sem var mætt að ræða við hópinn við mótmælin í dag. Sanna Magdalena vonar að meirihlutinn sé opinn fyrir því að leysa vandann.vísir/egill Hún segist temmilega bjartsýn á að meirihlutinn finni lausnir. „Svona miðað við umræðuna þá er það ekki að lofa góðu það sem hefur verið nefnt; að bókasöfn standi til boða og svoleiðis. Það náttúrulega gengur ekki. En ég verð að vera bjartsýn því við verðum að ná einhverju í gegn. Þannig ég vona að við náum einhverjum lausnum í dag.“ Umræður um málið hófust í borgarstjórn nú rétt fyrir klukkan hálf fimm. Hægt er að fylgjast með þeim hér að neðan:
Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira