Árna Bald dæmdar 32 milljónir eftir mikinn hasar við Tungufljót Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2022 14:45 Árni Baldursson sleppir vænum laxi í Stóru-Laxá. Árni vann mál í héraði gegn eigendum Bergstaða við Tungufljót en þeir höfðu lengi farið með ófriði á hendur honum og veiðimönnum á hans vegum. Samkvæmt dómsorði sem féll nýverið í Héraðsdómi Reykjaness hefur mikið laxveiðidrama átt sér stað við Tungufljót undanfarin ár þar sem hópur á vegum eigenda gerði sitt til að trufla stangveiðimenn með því að henda spúnum sínum yfir línur og flækja. Þá eru dæmi um grjótkast bakka á milli. Árna Baldurssyni, eiganda fyrirtækisins Tungufljót ehf og Lax-á, hafa verið dæmdar bætur af hendi eigenda jarðarinnar Bergstaða sem með ýmsum hætti hindruðu stangveiði Árna og þeirra sem hann hafði selt veiðileyfi í Tungufljóti í Árnessýslu. Sannað þykir að eigendur Bergstaða hafi valdið Árna tilfinnanlegu tjóni og voru dæmdir til að greiða honum 32 milljónir í skaðabætur. Það er með vöxtum frá 1. janúar 2015 og að auki að greiða Árna sex milljónir króna í málskostnað. Upphæðin er há vegna umfangs málsins. Um er að ræða áralangar deilur og ljóst að við bakka Tungufljóts hefur sitthvað gengið á. Forsaga málsins er sú að í apríl 2003 var gert samkomulag milli Árna og veiðifélagsins Faxa, sem samanstendur af eigendum jarða sem liggja að ánni, að hann tæki Tungufljót í Bláskógabyggð á leigu. Ófriður tekur sig upp samhliða miklum laxagöngum Árni tók að sér að rækta upp laxastofn í Tungufljóti með seiðasleppingum og hafbeit líkt og hann hafði áður gert með góðum árangri í Rangánum. Þetta gerði Árni gegn því að mega selja veiðileyfi í Tungufljóti. Samningurinn var hins vegar með fyrirvara um samþykki jarðareigenda og fljótlega tók að bera á því að ekki voru allir á eitt sáttir með þetta fyrirkomulag. Í dómnum, sem er langur, er vitnað til orða Árna þar sem hann segir að á árunum 2004 til ársins 2007 hafi verið ljóst að ræktun árinnar væri að heppnast vel. Árni hafði lagt í mikla markaðssetningu á ánni á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum og skipulagt veiðar í ánni í tengslum við starfsemi systurfélagsins Lax-á ehf. Starfsemin var komin á fullt 2007 en mikill lax hafði gengið í Tungufljót um sumarið og stangveiðar gengið vel. Árni Baldursson segir að ófriðurinn hafi valdið sér verulegu tjóni. Hann segir að nú horfi til bjartari tíma og vonandi fái þeir sem nú hafa verið dæmdir til að greiða honum skaðabætur það til baka með arðgreiðslum í framtíðinni.instagram En það sumar hafi svo farið að bera á því að fólk fór til laxveiða frá austurbakka Tungufljóts fyrir landi Bergstaða í óleyfi Árna. Og nú fara leikar heldur betur að æsast. Bera fór á kvörtunum frá veiðimönnum sem keypt höfðu leyfi af Árna. Hann ákvað þá að láta kyrrt liggja í von um að sátt næðist en í kjölfarið kom á daginn að fulltrúar Bergstaða töldu sig óbundna af samningum Árna og Faxa og því væri þeim heimilt að stunda veiðar eða láta stunda veiðar fyrir sínu landi. Grjótkast og spúnaárásir Næsta ár var það ljóst að landnám laxins var hafið af fullum krafti í Tungufljóti. Gríðarlegt magn af laxi hafi gengið í Tungufljótið. „Fólk frá Bergstöðum hafi nýtt sér þetta og flykkst til skipulagðra veiða alla daga og hertekið austurbakka fljótsins neðan Faxa. Veiðimenn á vegum stefnanda hafi einungis getað veitt frá vesturbakkanum neðan Faxa því að þeir hafi verið reknir af austurbakkanum með óbótaskömmum. Þá hafi stefndu sett upp skilti við alla veiðistaði í landi Bergstaða þar sem fram hafi komið að öll veiði væri þar óheimil,“ segir í dómsorði. Laxasvæðið í Tungufljóti nær frá fossinum Faxa fram hjá Reykholti og niður að brú.Lax-á ehf. Og þeir veiðimenn sem létu til sín taka á austurbakkanum létu ekki sér þetta duga við að trufla veiðar á vesturbakkanum heldur köstuðu þeir spúnum sínum að því landi, flæktu færum sínum af ásetningi í tvíhendulínur vesturbakkamanna og dæmi eru um grjótkast yfir ána. Veiðimenn á vegum Árna tóku að upplifa ástandið sem óbærilegt og hættu oft og einatt veiðum við þessar aðstæður. Árni taldi sig þannig knúinn til að endurgreiða veiðileyfi þeirra eða bjóða þeim veiðileyfi í öðrum ám, sem hann hafði yfir að ráða. Samningurinn um veiðar og ræktun í Tungufljóti var kominn í verulegt uppnám og Árni taldi sér þann kost einan í stöðunni að fara í málaferli. Og niðurstaða fengin, í það minnsta fyrir héraðsdómi. Árni getur ekki hætt að veiða Árni Baldursson er sannkölluð goðsögn í stangveiðinni á Íslandi. Hann hefur fengist við stangveiðar í áratugi og selt ófá veiðileyfi í gegnum fyrirtæki sin. Þegar Vísir náði tali af honum var hann staddur á báti á ánni Tweet í Skotlandi. Við laxveiðar. Segist ekki geta hætt, hann verði að vera við veiðar. Árni var að vonum ánægður með niðurstöðuna þó að upphæðin sem hann fór fram á hafi verið umtalsvert hærri en þessar 32 milljónir. Hann segist ekki hafa hugmynd um hversu mikið hann sé búinn að setja í þetta verkefni. Árni ásamt Jóni Mýrdal, veiði- og veitingamanni, í sjálfu Tungufljóti. En þar hefur gengið á ýmsu.instagram Árni segist hafa „unnið smá sigur“ í vikunni. Hann er ekki enn búinn að lesa dóminn í gegn, hann sé tæpar 40 síður á lengd. „Þetta er hálfgerð bók,“ segir Árni. Enda tekur málið til margar ára. „Nú er loksins komið að leiðarlokum í þessu. Þau geta áfrýjað þessari upphæð, held ég en þetta er miklu minna en ég fór fram á. Þau eru kannski sátt við þetta?“ Segir ófriðinn hafa valdið sér ómældu tjóni Árni segir spurður að þessi ófriður hafi valdið sér ómældu tjóni. „Já, gríðarlegu. Þetta var náttúrlega bara ónýtt verkefni á sínum tíma. Og skelfilegt að fara í gegnum öll þessi ósköp. Það gekk rosalega mikið á. Ofboðslega.“ Árni segir að málareksturinn hafi krafist mikillar vinnu, undirbúnings og greinargerða auk þess sem fram fóru vitnaleiðslur í málinu. „Nú erum við að fara að byrja á að byggja þetta upp allt aftur. Málið hefur tekið tímann sinn og vonandi loksins, eftir öll þessi ár, þá náum við árangri aftur í Tungufljóti og vonandi eru góðir tímar framundan. Vonandi get ég bætt þessu fólki hinn peningalega skaða með arðgreiðslum, í framtíðinni, það gæti allt eins farið svo,“ segir Árni. Og það er eins og við manninn mælt, meðan blaðamaður var að ræða við Árna beit lax á flugu hans. „Hann er á! Ég þarf að landa honum, við heyrumst bara síðar.“ Dómsmál Lax Rangárþing eystra Stangveiði Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Árna Baldurssyni, eiganda fyrirtækisins Tungufljót ehf og Lax-á, hafa verið dæmdar bætur af hendi eigenda jarðarinnar Bergstaða sem með ýmsum hætti hindruðu stangveiði Árna og þeirra sem hann hafði selt veiðileyfi í Tungufljóti í Árnessýslu. Sannað þykir að eigendur Bergstaða hafi valdið Árna tilfinnanlegu tjóni og voru dæmdir til að greiða honum 32 milljónir í skaðabætur. Það er með vöxtum frá 1. janúar 2015 og að auki að greiða Árna sex milljónir króna í málskostnað. Upphæðin er há vegna umfangs málsins. Um er að ræða áralangar deilur og ljóst að við bakka Tungufljóts hefur sitthvað gengið á. Forsaga málsins er sú að í apríl 2003 var gert samkomulag milli Árna og veiðifélagsins Faxa, sem samanstendur af eigendum jarða sem liggja að ánni, að hann tæki Tungufljót í Bláskógabyggð á leigu. Ófriður tekur sig upp samhliða miklum laxagöngum Árni tók að sér að rækta upp laxastofn í Tungufljóti með seiðasleppingum og hafbeit líkt og hann hafði áður gert með góðum árangri í Rangánum. Þetta gerði Árni gegn því að mega selja veiðileyfi í Tungufljóti. Samningurinn var hins vegar með fyrirvara um samþykki jarðareigenda og fljótlega tók að bera á því að ekki voru allir á eitt sáttir með þetta fyrirkomulag. Í dómnum, sem er langur, er vitnað til orða Árna þar sem hann segir að á árunum 2004 til ársins 2007 hafi verið ljóst að ræktun árinnar væri að heppnast vel. Árni hafði lagt í mikla markaðssetningu á ánni á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum og skipulagt veiðar í ánni í tengslum við starfsemi systurfélagsins Lax-á ehf. Starfsemin var komin á fullt 2007 en mikill lax hafði gengið í Tungufljót um sumarið og stangveiðar gengið vel. Árni Baldursson segir að ófriðurinn hafi valdið sér verulegu tjóni. Hann segir að nú horfi til bjartari tíma og vonandi fái þeir sem nú hafa verið dæmdir til að greiða honum skaðabætur það til baka með arðgreiðslum í framtíðinni.instagram En það sumar hafi svo farið að bera á því að fólk fór til laxveiða frá austurbakka Tungufljóts fyrir landi Bergstaða í óleyfi Árna. Og nú fara leikar heldur betur að æsast. Bera fór á kvörtunum frá veiðimönnum sem keypt höfðu leyfi af Árna. Hann ákvað þá að láta kyrrt liggja í von um að sátt næðist en í kjölfarið kom á daginn að fulltrúar Bergstaða töldu sig óbundna af samningum Árna og Faxa og því væri þeim heimilt að stunda veiðar eða láta stunda veiðar fyrir sínu landi. Grjótkast og spúnaárásir Næsta ár var það ljóst að landnám laxins var hafið af fullum krafti í Tungufljóti. Gríðarlegt magn af laxi hafi gengið í Tungufljótið. „Fólk frá Bergstöðum hafi nýtt sér þetta og flykkst til skipulagðra veiða alla daga og hertekið austurbakka fljótsins neðan Faxa. Veiðimenn á vegum stefnanda hafi einungis getað veitt frá vesturbakkanum neðan Faxa því að þeir hafi verið reknir af austurbakkanum með óbótaskömmum. Þá hafi stefndu sett upp skilti við alla veiðistaði í landi Bergstaða þar sem fram hafi komið að öll veiði væri þar óheimil,“ segir í dómsorði. Laxasvæðið í Tungufljóti nær frá fossinum Faxa fram hjá Reykholti og niður að brú.Lax-á ehf. Og þeir veiðimenn sem létu til sín taka á austurbakkanum létu ekki sér þetta duga við að trufla veiðar á vesturbakkanum heldur köstuðu þeir spúnum sínum að því landi, flæktu færum sínum af ásetningi í tvíhendulínur vesturbakkamanna og dæmi eru um grjótkast yfir ána. Veiðimenn á vegum Árna tóku að upplifa ástandið sem óbærilegt og hættu oft og einatt veiðum við þessar aðstæður. Árni taldi sig þannig knúinn til að endurgreiða veiðileyfi þeirra eða bjóða þeim veiðileyfi í öðrum ám, sem hann hafði yfir að ráða. Samningurinn um veiðar og ræktun í Tungufljóti var kominn í verulegt uppnám og Árni taldi sér þann kost einan í stöðunni að fara í málaferli. Og niðurstaða fengin, í það minnsta fyrir héraðsdómi. Árni getur ekki hætt að veiða Árni Baldursson er sannkölluð goðsögn í stangveiðinni á Íslandi. Hann hefur fengist við stangveiðar í áratugi og selt ófá veiðileyfi í gegnum fyrirtæki sin. Þegar Vísir náði tali af honum var hann staddur á báti á ánni Tweet í Skotlandi. Við laxveiðar. Segist ekki geta hætt, hann verði að vera við veiðar. Árni var að vonum ánægður með niðurstöðuna þó að upphæðin sem hann fór fram á hafi verið umtalsvert hærri en þessar 32 milljónir. Hann segist ekki hafa hugmynd um hversu mikið hann sé búinn að setja í þetta verkefni. Árni ásamt Jóni Mýrdal, veiði- og veitingamanni, í sjálfu Tungufljóti. En þar hefur gengið á ýmsu.instagram Árni segist hafa „unnið smá sigur“ í vikunni. Hann er ekki enn búinn að lesa dóminn í gegn, hann sé tæpar 40 síður á lengd. „Þetta er hálfgerð bók,“ segir Árni. Enda tekur málið til margar ára. „Nú er loksins komið að leiðarlokum í þessu. Þau geta áfrýjað þessari upphæð, held ég en þetta er miklu minna en ég fór fram á. Þau eru kannski sátt við þetta?“ Segir ófriðinn hafa valdið sér ómældu tjóni Árni segir spurður að þessi ófriður hafi valdið sér ómældu tjóni. „Já, gríðarlegu. Þetta var náttúrlega bara ónýtt verkefni á sínum tíma. Og skelfilegt að fara í gegnum öll þessi ósköp. Það gekk rosalega mikið á. Ofboðslega.“ Árni segir að málareksturinn hafi krafist mikillar vinnu, undirbúnings og greinargerða auk þess sem fram fóru vitnaleiðslur í málinu. „Nú erum við að fara að byrja á að byggja þetta upp allt aftur. Málið hefur tekið tímann sinn og vonandi loksins, eftir öll þessi ár, þá náum við árangri aftur í Tungufljóti og vonandi eru góðir tímar framundan. Vonandi get ég bætt þessu fólki hinn peningalega skaða með arðgreiðslum, í framtíðinni, það gæti allt eins farið svo,“ segir Árni. Og það er eins og við manninn mælt, meðan blaðamaður var að ræða við Árna beit lax á flugu hans. „Hann er á! Ég þarf að landa honum, við heyrumst bara síðar.“
Dómsmál Lax Rangárþing eystra Stangveiði Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira