Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2022 12:49 Mikill meirihluti launafólks er skráður í stéttarfélag á Íslandi, mun fleiri en víðast hvar annars staðar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að frátöldum ráðherrum og forseta Alþingis hafa lagt fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði. Þar er meðal annars tekið fram að óheimilt yrði að draga félagsgjald af launafólki eða skrá það í stéttarfélag án ótvíræðs samþykkis þess og óheimilt yrði að skylda fólk til að ganga í tiltekið stéttarfélag. Þá yrði vinnuveitenda óheimilt að synja fólki um starf eða segja launafólki upp á grundvelli félagsaðildar eða þess að fólk standi utan verklýðsfélags eða félaga. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins grafa undan verkalýðsfélögunum.Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir í Facebook færslu að þar með vilji Sjálfstæðisflokkurinn banna forgangsréttarákvæði kjarasamninga, taka allt bit úr verkfallsvopninu og kippa rekstrargrundvellinum undan stéttarfélögum á Íslandi. Raska þar með fyrirkomulagi sem ríkt hefði breið sátt um í áratugi og skapa glundroða á vinnumarkaði. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta grundvallarmisskilning. Verið væri að tryggja að réttindi launafólks væru sambærileg og í þeim löndum sem Íslendingar bæru sig gjarnan saman við og að ákvæði stjórnarskrár um félagafrelsi væri virt. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að virða rétt fólks til að vera utan stéttarfélaga án þess að það komi niður á möguleikum þess til að vera ráðið í vinnu.Vísir/Vilhelm „Þetta gerir auðvitað auknar kröfur til atvinnurekenda alveg eins og þetta gerir auknar kröfur til forystu verkalýðshreyfingarinnar að sinna hagsmunamálum launafólks,“ segir Óli Björn. Það væri ekki eðlilegt að þeir sem kysu að vera utan verkalýðsfélaga stæðu ekki jafnfætis þeim sem væru í verkalýðsfélögum við atvinnuleit. Ekki væri verið að afnema ákvæði um lágmarkslaun sem samið væri um á vinnumarkaði. Ef einstaklingur kýs að vera utan félags hvers vegna ætti hann þá að njóta þeirra réttinda sem verkalýðsfélögin hafa samið um önnur en lágmarkslaun? „Af því að það er samkvæmt lögum.“ Hvaða lögum? „Við erum ekki að breyta lögum er varðar vinnumarkaðslögin gagnvart þessu ákvæði,“ segir Óli Björn. Félagsaðild er töluvert algengari á Íslandi en víðast hvar annars staðar. Minnst er félagsaðild í Bandaríkjunum. Þar hófu stjórnvöld að ganga á milli bols og höfuðs á verkalýðshreyfingunni í forsetatíð Ronalds Reagnas upp úr 1980. Er það draumaástand? „Nei, nei. Bandaríkin geta verið fyrirmynd á ýmsum sviðum. En Bandaríkin eru ekki fyrirmynd þegar kemur að vinnuumarkaði og Bandaríkin eru ekki fyrirmynd þegar kemur að skipulagi heilbrigðisþjónustu,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Og ég er sjálfur sannfærður um það að verkalýðshreyfingin, verkalýðsfélögin, munu eflast. Vegna þess að þau munu kappkosta að sinna hagsmunum sinna félagsmanna og laða til sín fólk,“ segir Óli Björn Kárason. Vinnumarkaður Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar. 13. október 2022 13:10 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að frátöldum ráðherrum og forseta Alþingis hafa lagt fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði. Þar er meðal annars tekið fram að óheimilt yrði að draga félagsgjald af launafólki eða skrá það í stéttarfélag án ótvíræðs samþykkis þess og óheimilt yrði að skylda fólk til að ganga í tiltekið stéttarfélag. Þá yrði vinnuveitenda óheimilt að synja fólki um starf eða segja launafólki upp á grundvelli félagsaðildar eða þess að fólk standi utan verklýðsfélags eða félaga. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins grafa undan verkalýðsfélögunum.Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir í Facebook færslu að þar með vilji Sjálfstæðisflokkurinn banna forgangsréttarákvæði kjarasamninga, taka allt bit úr verkfallsvopninu og kippa rekstrargrundvellinum undan stéttarfélögum á Íslandi. Raska þar með fyrirkomulagi sem ríkt hefði breið sátt um í áratugi og skapa glundroða á vinnumarkaði. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta grundvallarmisskilning. Verið væri að tryggja að réttindi launafólks væru sambærileg og í þeim löndum sem Íslendingar bæru sig gjarnan saman við og að ákvæði stjórnarskrár um félagafrelsi væri virt. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að virða rétt fólks til að vera utan stéttarfélaga án þess að það komi niður á möguleikum þess til að vera ráðið í vinnu.Vísir/Vilhelm „Þetta gerir auðvitað auknar kröfur til atvinnurekenda alveg eins og þetta gerir auknar kröfur til forystu verkalýðshreyfingarinnar að sinna hagsmunamálum launafólks,“ segir Óli Björn. Það væri ekki eðlilegt að þeir sem kysu að vera utan verkalýðsfélaga stæðu ekki jafnfætis þeim sem væru í verkalýðsfélögum við atvinnuleit. Ekki væri verið að afnema ákvæði um lágmarkslaun sem samið væri um á vinnumarkaði. Ef einstaklingur kýs að vera utan félags hvers vegna ætti hann þá að njóta þeirra réttinda sem verkalýðsfélögin hafa samið um önnur en lágmarkslaun? „Af því að það er samkvæmt lögum.“ Hvaða lögum? „Við erum ekki að breyta lögum er varðar vinnumarkaðslögin gagnvart þessu ákvæði,“ segir Óli Björn. Félagsaðild er töluvert algengari á Íslandi en víðast hvar annars staðar. Minnst er félagsaðild í Bandaríkjunum. Þar hófu stjórnvöld að ganga á milli bols og höfuðs á verkalýðshreyfingunni í forsetatíð Ronalds Reagnas upp úr 1980. Er það draumaástand? „Nei, nei. Bandaríkin geta verið fyrirmynd á ýmsum sviðum. En Bandaríkin eru ekki fyrirmynd þegar kemur að vinnuumarkaði og Bandaríkin eru ekki fyrirmynd þegar kemur að skipulagi heilbrigðisþjónustu,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Og ég er sjálfur sannfærður um það að verkalýðshreyfingin, verkalýðsfélögin, munu eflast. Vegna þess að þau munu kappkosta að sinna hagsmunum sinna félagsmanna og laða til sín fólk,“ segir Óli Björn Kárason.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar. 13. október 2022 13:10 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar. 13. október 2022 13:10
Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05
Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22