Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. október 2022 13:10 Sumarliði R. Ísleifsson skrifaði sögu Alþýðusambandsins. ASÍ Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar. Hálfgert upplausnarástand skapaðist á þingi Alþýðusambands Íslands á dögunum þegar leiðtogar þriggja verkalýðsfélaga gengu á dyr og drógu framboð sín til forsetaembætta sambandsins til baka. Þinginu var frestað fram á vor í þeirri von að stríðandi fylkingar næðu saman fyrir þann tíma. Sumarliði Ísleifsson dósent í sagnfræði er ekki sannfærður um að sættir náist. „Tónninn í andstæðum fylkingum er ennþá mjög harður þannig að miðað við stöðuna eins og hún er núna þá lítur þetta nú ekki vel út en hvað varðar félagsmenn í hreyfingunni þá held ég að þetta hljóti að koma illa við fólk. Tilgangur verkalýðsfélaganna er sá að vinna að helstu hagsmunamálum launafólks og það gerir auðvitað stöðuna bara mjög erfiða ef allt logar í illdeilum innan hreyfingarinnar.“ Viðræður um kjarasamninga eru þegar hafnar. Sumarliði segir það enn óljóst á þessari stundu hvernig málum verði háttað en spáir því að Efling og VR muni leiða viðræðurnar enda fjölmennustu félögin - enn óljósara sé hvað verði um sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkisvaldinu. „Það er ennþá þörf fyrir aðila sem getur komið fram gagnvart ríkisvaldinu varðandi kröfur og lagasetningu um mikilvæg hagsmunamál eins og húsnæði, aðbúnað og annað í þeim dúr. Það er hlutverkið sem þetta miðlæga samband hefur aðallega núna, sem er bara frekar snúið að sinna ef það er ekki til neitt samræmingarafl.“ Í verðbólguumhverfi líkt og nú hefði sameinað ASÍ haft mikla þýðingu er varðar kjarasamningsgerð. Sumarliði segir - eins ótrúlegt og það kunni að virðast - að staðan í verkalýðshreyfingunni minni helst á árin fyrir seinna stríð. „Þá logaði allt stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar og þá var stofnað annað landssamband til höfuðs Alþýðusambandinu sem reyndar lifði ekki nema tvö ár ef ég man rétt.“ Vinnumarkaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40 Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58 Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Hálfgert upplausnarástand skapaðist á þingi Alþýðusambands Íslands á dögunum þegar leiðtogar þriggja verkalýðsfélaga gengu á dyr og drógu framboð sín til forsetaembætta sambandsins til baka. Þinginu var frestað fram á vor í þeirri von að stríðandi fylkingar næðu saman fyrir þann tíma. Sumarliði Ísleifsson dósent í sagnfræði er ekki sannfærður um að sættir náist. „Tónninn í andstæðum fylkingum er ennþá mjög harður þannig að miðað við stöðuna eins og hún er núna þá lítur þetta nú ekki vel út en hvað varðar félagsmenn í hreyfingunni þá held ég að þetta hljóti að koma illa við fólk. Tilgangur verkalýðsfélaganna er sá að vinna að helstu hagsmunamálum launafólks og það gerir auðvitað stöðuna bara mjög erfiða ef allt logar í illdeilum innan hreyfingarinnar.“ Viðræður um kjarasamninga eru þegar hafnar. Sumarliði segir það enn óljóst á þessari stundu hvernig málum verði háttað en spáir því að Efling og VR muni leiða viðræðurnar enda fjölmennustu félögin - enn óljósara sé hvað verði um sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkisvaldinu. „Það er ennþá þörf fyrir aðila sem getur komið fram gagnvart ríkisvaldinu varðandi kröfur og lagasetningu um mikilvæg hagsmunamál eins og húsnæði, aðbúnað og annað í þeim dúr. Það er hlutverkið sem þetta miðlæga samband hefur aðallega núna, sem er bara frekar snúið að sinna ef það er ekki til neitt samræmingarafl.“ Í verðbólguumhverfi líkt og nú hefði sameinað ASÍ haft mikla þýðingu er varðar kjarasamningsgerð. Sumarliði segir - eins ótrúlegt og það kunni að virðast - að staðan í verkalýðshreyfingunni minni helst á árin fyrir seinna stríð. „Þá logaði allt stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar og þá var stofnað annað landssamband til höfuðs Alþýðusambandinu sem reyndar lifði ekki nema tvö ár ef ég man rétt.“
Vinnumarkaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40 Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58 Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40
Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58
Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28