Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 10:18 Þórdís Jóna Sigurðardóttir. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Það er Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sem skipar Þórdísi Jónu. Thelma Cl. Þórðardóttir lögfræðingur hefur gegnt forstjórastöðunni síðan Arnór Guðmundsson lét af störfum þann 1. mars eftir sjö ára starf. Í tilkynningunni segir að hlutverk nýrrar stofnunar sé að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Þórdís Jóna var metin hæfust úr hópi fjölda hæfra umsækjenda að fenginni umsögn frá ráðgefandi hæfninefnd. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsfólki Menntamálastofnunar tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar á fundi með Ernu Kristínu Blöndal ráðuneytisstjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu í morgun. Þar kom meðal annars fram að starfsfólki við stofnunina verði sagt upp við fyrirhugaðar breytingar. Leggja niður Menntamálastofnun Ásmundur Einar kynnir í dag viðamiklar breytingar sem ráðist verður í á menntakerfinu. Skólaþjónusta verður styrkt þvert á skólastig með nýjum heildarlögum um skólaþjónustu og nýrri stofnun. Menntamálastofnun verður lögð niður. Hlutverk nýrrar stofnunar er að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Arnór Guðmundsson var skipaður forstjóri Menntamálastofnunar árið 2015. Hann var endurskipaður til fimm ára fyrir tveimur árum en hætti fyrr á árinu.Vísir/Vilhelm Aðgerðirnar eru liður í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og Barnvænu Íslandi. „Engin heildarlöggjöf er til staðar um skólaþjónustu fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og engin miðlæg stofnun með skilgreint hlutverk að framkvæma og samhæfa þessa þjónustu. Aðgengi að þjónustu og ráðgjöf er mismunandi, bæði milli og innan skólastiga og sveitarfélaga, sem leiðir til ójafnræðis,“ segir Ásmundur. Skilvirkari úrræði fyrir börn „Við þurfum að samhæfa kerfin til að tryggja yfirsýn, skilvirkni og gæði þjónustunnar, svo sem þegar nemendur flytjast á milli skóla eða færast milli skólastiga. Meiri ráðgjöf við starfsfólk skóla og stuðningur við skólastarfið leiðir til hraðari og skilvirkari úrræða fyrir börn og ungmenni. Allt sem við gerum á að miða að farsæld þeirra,“ segir Ásmundur Einar. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Markmið nýrra laga um skólaþjónustu er að tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum ásamt því að efla þverfaglega samvinnu milli skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu í þágu nemenda. Ný stofnun tekur við hluta verkefna Menntamálastofnunar. Eftirlit með skólastarfi verður aðgreint frá þjónustu og ráðgjöf og færist til mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrst um sinn. Reynsla af umbreytingarverkefnum Þórdís Jóna er með B.A.-próf í stjórnmálafræði og M.A.-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MBA-próf frá Vlerick Business School. Þá hefur hún einnig lokið leiðtoganámi og námi í innleiðingu stefnumótunar frá Harvard Business School. Hún hefur umfangsmikla reynslu af fjölbreyttum umbreytingarverkefnum innan menntakerfisins og víðar og starfað við góðan orðstír. Þar má nefna uppbyggingu MBA-náms og stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík; endurskipulagningu fjármála, stjórnunar og skipulags í Hjallastefnunni; stefnumótun, sameiningu og endurskipulagningu fjölda fyrirtækja, íslenskra sem erlendra; auk aðkomu að endurskipulagningu, mótun og innleiðingu stefnu hjá fjölda stofnana. Á starfsferli sínum hefur Þórdís Jóna komið að verkefnum úr ólíkum áttum m.a. sem framkvæmdastjóri, forstjóri, stjórnarmaður og stjórnarformaður. Víðtæk og umfangsmikil reynsla Þórdísar mun nýtast einkar vel í þeim verkefnum sem framundan eru við mótun nýrrar stofnunar sem ætlað er að styðja heildstætt við skólaþróun og farsæld barna til framtíðar. Vistaskipti Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Það er Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sem skipar Þórdísi Jónu. Thelma Cl. Þórðardóttir lögfræðingur hefur gegnt forstjórastöðunni síðan Arnór Guðmundsson lét af störfum þann 1. mars eftir sjö ára starf. Í tilkynningunni segir að hlutverk nýrrar stofnunar sé að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Þórdís Jóna var metin hæfust úr hópi fjölda hæfra umsækjenda að fenginni umsögn frá ráðgefandi hæfninefnd. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsfólki Menntamálastofnunar tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar á fundi með Ernu Kristínu Blöndal ráðuneytisstjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu í morgun. Þar kom meðal annars fram að starfsfólki við stofnunina verði sagt upp við fyrirhugaðar breytingar. Leggja niður Menntamálastofnun Ásmundur Einar kynnir í dag viðamiklar breytingar sem ráðist verður í á menntakerfinu. Skólaþjónusta verður styrkt þvert á skólastig með nýjum heildarlögum um skólaþjónustu og nýrri stofnun. Menntamálastofnun verður lögð niður. Hlutverk nýrrar stofnunar er að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Arnór Guðmundsson var skipaður forstjóri Menntamálastofnunar árið 2015. Hann var endurskipaður til fimm ára fyrir tveimur árum en hætti fyrr á árinu.Vísir/Vilhelm Aðgerðirnar eru liður í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og Barnvænu Íslandi. „Engin heildarlöggjöf er til staðar um skólaþjónustu fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og engin miðlæg stofnun með skilgreint hlutverk að framkvæma og samhæfa þessa þjónustu. Aðgengi að þjónustu og ráðgjöf er mismunandi, bæði milli og innan skólastiga og sveitarfélaga, sem leiðir til ójafnræðis,“ segir Ásmundur. Skilvirkari úrræði fyrir börn „Við þurfum að samhæfa kerfin til að tryggja yfirsýn, skilvirkni og gæði þjónustunnar, svo sem þegar nemendur flytjast á milli skóla eða færast milli skólastiga. Meiri ráðgjöf við starfsfólk skóla og stuðningur við skólastarfið leiðir til hraðari og skilvirkari úrræða fyrir börn og ungmenni. Allt sem við gerum á að miða að farsæld þeirra,“ segir Ásmundur Einar. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Markmið nýrra laga um skólaþjónustu er að tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum ásamt því að efla þverfaglega samvinnu milli skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu í þágu nemenda. Ný stofnun tekur við hluta verkefna Menntamálastofnunar. Eftirlit með skólastarfi verður aðgreint frá þjónustu og ráðgjöf og færist til mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrst um sinn. Reynsla af umbreytingarverkefnum Þórdís Jóna er með B.A.-próf í stjórnmálafræði og M.A.-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MBA-próf frá Vlerick Business School. Þá hefur hún einnig lokið leiðtoganámi og námi í innleiðingu stefnumótunar frá Harvard Business School. Hún hefur umfangsmikla reynslu af fjölbreyttum umbreytingarverkefnum innan menntakerfisins og víðar og starfað við góðan orðstír. Þar má nefna uppbyggingu MBA-náms og stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík; endurskipulagningu fjármála, stjórnunar og skipulags í Hjallastefnunni; stefnumótun, sameiningu og endurskipulagningu fjölda fyrirtækja, íslenskra sem erlendra; auk aðkomu að endurskipulagningu, mótun og innleiðingu stefnu hjá fjölda stofnana. Á starfsferli sínum hefur Þórdís Jóna komið að verkefnum úr ólíkum áttum m.a. sem framkvæmdastjóri, forstjóri, stjórnarmaður og stjórnarformaður. Víðtæk og umfangsmikil reynsla Þórdísar mun nýtast einkar vel í þeim verkefnum sem framundan eru við mótun nýrrar stofnunar sem ætlað er að styðja heildstætt við skólaþróun og farsæld barna til framtíðar.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira