Bíó og sjónvarp

Emma Thompson hræðir börnin í nýrri Matildu

Elísabet Hanna skrifar
Emma Thompson nær að túlka Miss Trunchbull á ótrúlegan hátt í stiklunni einni saman.
Emma Thompson nær að túlka Miss Trunchbull á ótrúlegan hátt í stiklunni einni saman. Youtube/Getty/Mike Marsland

Leikkonan Emma Thompson fer með hlutverk Miss Trunchbull í kvikmyndinni Matildu og er óhætt er að segja að Thompson sé ógnvekjandi í stiklu myndarinnar sem er væntanleg á Netflix

Kvikmyndin er byggð á söngleiknum Matildu, sem var meðal annars sett upp í Borgarleikhúsinu hér á landi árið 2019. Myndin er ekki endurgerð af myndinni frá 1996 sem margir muna eflaust frá úr æsku. Upphaflega er sagan meistaraverk frá Roald Dahl.

Emma Thompson og Alisha Weir á frumsýningu myndarinnar.Getty/John Phillips

Það er leikkonan Alisha Weir sem túlkar aðalpersónu myndarinnar Matildu með glæsibrag ef marka má frammistöðu hennar í stiklunni. Lashana Lynch fer með hlutverk ljúfa kennarans Miss Honey en þau Andrea Riseborough og Stephen Graham túlka Wormwood hjónin.

Hér að neðan má sjá stikluna:


Tengdar fréttir

Hrifu foreldrana með sér

Söngleikurinn Matilda var settur upp í Bolungarvík um síðustu helgi og sýndur fjórum sinnum fyrir nær fullu húsi. Tuttugu og sjö krakkar tóku þátt í uppfærslunni.

Svartur á leik verður að þríleik

Kvikmyndin Svartur á leik kom út fyrir tíu árum, nú er hún komin aftur í sýningu ásamt því að tilkynnt hefur verið að tvær nýjar tengdar myndir verði gerðar. Í þeim nýju mun sama teymið og gerði myndina vera við stjórn og undirheimar Íslands verða áfram í aðalhlutverki. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×