Kvikmyndin er byggð á söngleiknum Matildu, sem var meðal annars sett upp í Borgarleikhúsinu hér á landi árið 2019. Myndin er ekki endurgerð af myndinni frá 1996 sem margir muna eflaust frá úr æsku. Upphaflega er sagan meistaraverk frá Roald Dahl.

Það er leikkonan Alisha Weir sem túlkar aðalpersónu myndarinnar Matildu með glæsibrag ef marka má frammistöðu hennar í stiklunni. Lashana Lynch fer með hlutverk ljúfa kennarans Miss Honey en þau Andrea Riseborough og Stephen Graham túlka Wormwood hjónin.
Hér að neðan má sjá stikluna: