Innlent

Á­fram búist við að rennsli nái há­marki síð­degis eða í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Úr vefmyndavél sem staðsett er á brúnni yfir Gígjukvísl á þjóðvegi 1 klukkan 10 í morgun.
Úr vefmyndavél sem staðsett er á brúnni yfir Gígjukvísl á þjóðvegi 1 klukkan 10 í morgun. Veðurstofan

Sérstæðingar Veðurstofunnar gera enn ráð fyrir að rennsli í Gígjukvísl muni ná hámarki seinnipartinn í dag eða næstu nótt. Rennslið er nú komið í 350 rúmmetra á sekundu og er ráð fyrir gert að það verði 500 rúmmetrar á sekúndu þegar rennslið nær hámarki.

Á vef Veðurstofunnar segir að jökulhlaup úr Grímsvötnum haldi áfram að berast í Gígjukvísl, en sig íshellunar í Grímsvötnum nemur nú um ellefu metrum. miðað við sjö metra á sama tíma í gær.

„Frá því snemma í gærmorgun hafa sést merki um hlaupvatn í Gígjukvísl við þjóðveg 1, bæði á vefmyndavélum og vatnshæðamæli. Gera má ráð fyrir því að rennsli þar haldi áfram að vaxa og nái hámarki um það bil sólarhring seinna en hámarksrennsli út úr Grímsvötnum. Hámark þessa hlaups niðri við þjóðveg mun því jafnast á við venjulegt sumarrennsli í Gígjukvísl og mun ekki hafa nein áhrif á mannvirki s.s. vegi og brýr.

Úr sömu myndavél Veðurstofunnar síðastliðinn mánudag.Veðurstofan

Engar markverðar breytingar hafa sést á skjálftavirkni í eldstöðinni í Grímsvötnum samhliða þessum atburði og engin gosórói mælist. Veðurstofan ásamt vísindamönnum Jarðvísindastofnunar Háskólans munu halda áfram að vakta Grímsvötn náið næstu sólarhringana og verða birta upplýsingar eftir því hvernig atburðurinn þróast,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.