Innlent

Einn fluttur á sjúkra­hús eftir harðan á­rekstur í Þrengslunum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Lögregla og slökkvilið eru á vettvangi.
Lögregla og slökkvilið eru á vettvangi. Aðsent

Tveggja bíla árekstur varð í Þrengslum nú síðdegis og var einn einstaklingur var fluttur á sjúkrahús. 

Að sögn Lárusar Björnssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn sjúkrabíll sendur þaðan og annar frá Selfossi. 

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir ekki hafa þurft að beita björgunarklippum á vettvangi. Starfseining brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn sé á svæðinu til þess að hreinsa upp brak. 

Veginum hefur verið lokað tímabundið vegna óhappsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×