Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2022 11:01 Stuðst var við myndbandsdómgæslu á EM í sumar þar sem Ísland spilaði. Hér bíður Sandra Sigurðardóttir eftir ákvörðun um vítaspyrnu í leiknum gegn Belgíu, í 1-1 jafnteflinu í fyrsta leik Íslands á mótinu. Getty/James Gill Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. „Ég hef svo sem enga skoðun á því aðra en þá að með VAR þá vinnur frekar liðið sem á skilið að vinna,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðshópsins sem nú undirbýr sig fyrir umspilsleikinn við Portúgal sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Íslenska landsliðið kynntist myndbandsdómgæslu á EM í Englandi í sumar, og sumir af leikmönnum liðsins spiluðu einnig VAR-leiki í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá var notast við VAR á síðasta heimsmeistaramóti en Ísland var ekki með þar. Þó að ekki hafi verið notast við VAR í undankeppni HM þá ákvað UEFA að það skyldi gert í umspilinu núna í október. Dagný tilbúin að senda dómarann að skjánum Myndbandsdómgæslan hafði mikið að segja þegar Portúgal komst áfram í leikinn við Ísland, með 2-1 sigri gegn Belgíu í síðustu viku. Þar var mark dæmt af Belgum eftir skoðun á myndbandi, og Belgar höfðu áður fengið vítaspyrnu eftir VAR-ákvörðun. „Ég held að þetta geri leikinn bara sanngjarnari og liðið sem á skilið að fara áfram geri það,“ segir Dagný sem verður eflaust tilbúin að leiðbeina dómaranum um að skoða atvik betur telji hún illa farið með íslenska liðið: „Já, maður hefur það á bakvið eyrað. Ef manni finnst eitthvað vafasamt vill maður náttúrulega segja eitthvað svo að dómarinn líti á skjáinn.“ Dómarar leiksins í dag koma frá Frakklandi. Stéphani Frappart verður með flautuna en sú sem sér um að fylgjast með því á skjá að rangir dómar hafi ekki mikil áhrif á leikinn er myndbandsdómarinn Francois Letexier. Klippa: Dagný um VAR Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Sjá meira
„Ég hef svo sem enga skoðun á því aðra en þá að með VAR þá vinnur frekar liðið sem á skilið að vinna,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðshópsins sem nú undirbýr sig fyrir umspilsleikinn við Portúgal sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Íslenska landsliðið kynntist myndbandsdómgæslu á EM í Englandi í sumar, og sumir af leikmönnum liðsins spiluðu einnig VAR-leiki í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá var notast við VAR á síðasta heimsmeistaramóti en Ísland var ekki með þar. Þó að ekki hafi verið notast við VAR í undankeppni HM þá ákvað UEFA að það skyldi gert í umspilinu núna í október. Dagný tilbúin að senda dómarann að skjánum Myndbandsdómgæslan hafði mikið að segja þegar Portúgal komst áfram í leikinn við Ísland, með 2-1 sigri gegn Belgíu í síðustu viku. Þar var mark dæmt af Belgum eftir skoðun á myndbandi, og Belgar höfðu áður fengið vítaspyrnu eftir VAR-ákvörðun. „Ég held að þetta geri leikinn bara sanngjarnari og liðið sem á skilið að fara áfram geri það,“ segir Dagný sem verður eflaust tilbúin að leiðbeina dómaranum um að skoða atvik betur telji hún illa farið með íslenska liðið: „Já, maður hefur það á bakvið eyrað. Ef manni finnst eitthvað vafasamt vill maður náttúrulega segja eitthvað svo að dómarinn líti á skjáinn.“ Dómarar leiksins í dag koma frá Frakklandi. Stéphani Frappart verður með flautuna en sú sem sér um að fylgjast með því á skjá að rangir dómar hafi ekki mikil áhrif á leikinn er myndbandsdómarinn Francois Letexier. Klippa: Dagný um VAR Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Sjá meira