Innlent

Trausti í fram­boð til 2. vara­for­seta

Bjarki Sigurðsson skrifar
Trausti Jörundarson vill vera 2. varaforseti ASÍ.
Trausti Jörundarson vill vera 2. varaforseti ASÍ.

Trausti Jörundarson gefur kost á sér til embættir 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur einnig boðið sig fram til embættisins.

Trausti tilkynnti um framboð sitt í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. Trausti er formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar en hann var kjörinn í það embætti árið 2019. Trausti starfaði sem sjómaður í tólf ár og fyrir það sem bakari í tíu ár. Hann er búsettur á Akureyri ásamt konu sinni og þremur börnum. 

Hann hefur setið í lífeyrisnefnd ASÍ og fleiri málefnanefndum innan sambandsins. Hann telur mikilvægt að smærri aðildarfélög og félög á landsbyggðinni eigi fulltrúa innan forystu ASÍ og vill beita sér fyrir breiðri samstöðu í kjaraviðræðum vetrarins. 

Eitt annað framboð til 2. varaforseta ASÍ hefur borist og er það framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Sólveig hefur lýst yfir stuðningi við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, í forsetaembætti ASÍ.

Barátta verður um fyrstu þrjár forsetastöðurnar hjá ASÍ. Ragnar Þór og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, berjast um forsetaembættið, Kristján Þórður Snæbjörnsson og Pheonix Jessica Ramos berjast um 1. varaforsetaembættið og svo Sólveig og Trausti um 2. varaforsetaembættið. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur sagst ætla að bjóða sig fram sem þriðji varaforseti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×