Innlent

Á níunda tug flótta­manna hafa gist í fjölda­hjálpar­stöðinni í Borgar­túni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Áttatíu og fjórir hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð síðastliðinn þriðjudag.
Áttatíu og fjórir hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð síðastliðinn þriðjudag. Vísir

Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun en þar er haft eftir Atla Viðari Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins, að vel hafi gengið að taka á móti fólkinu og að finna önnur, framtíðarúrræði fyrir fólkið. 

Gistipláss er fyrir rúmlega hundrað í Borgartúni en þar hafa nú alsl 84 gist. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins voru 24 flóttamenn þar í gær, sjö hafi komið inn á laugardag, 36 á sunnudag og á aðfaranótt mánudags hafi 42 gist. 

Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð Rauða krossins við að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd vegna mikillar fjölgunar í komum flóttafólks til landsins, um fjögur hundruð sóttu um hæli í septembermánuði einum. Um sextíu prósent flóttafólks sem hefur komið til landsins á þessu ári er fólk sem hefur flúið stríðið í Úkraínu. 

Fréttastofa skoðaði fjöldahjálparstöðina í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir viku síðan. 


Tengdar fréttir

Sendi­ráðið við Lauf­ás­veg hýsi flótta­fólk

Stærsta vandamálið þegar kemur að móttöku flóttafólks hér á landi er húsnæðisskortur og segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að verið sé að kaupa tíma með því að setja upp fyrstu fjöldahjálparstöðina en hún var opnuð í Borgartúni í Reykjavík fyrr í vikunni.

Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól

Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi.

Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi

Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×