Innlent

Tekinn á 137 kíló­metra hraða á Sæ­braut

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hámarkshraði á Sæbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund.
Hámarkshraði á Sæbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund. Vísir/Vilhelm

Ökumaður var tekinn á 137 kílómetra á Sæbraut í dag og sviptur ökuréttindum á staðnum. Leyfilegur hámarkshraði á Sæbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund.

Lögregla var með hraðaeftirlit á staðnum í dag og margir ökumenn óku of hratt, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá varð hjólreiðaslys í umdæmi 1, en umdæmið sér meðal annars um verkefni í miðborginni, þar sem tveir hjólreiðamenn rákust saman. Hjólreiðamennirnir meiddust blessunarlega lítið en lögreglumaður á vettvangi veitti fyrstu hjálp. Mennirnir hjóluðu á brott þegar búið var að hlúa að þeim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×