Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2022 16:58 Sólveig Anna Jónsdóttir er meðal frambjóðanda til formanns Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. „Mér var auðvitað brugðið,“ segir Sólveig Anna í stund milli stríða á þingi ASÍ sem hófst í dag. Á vefsíðunni Samstöðunni í dag var sagt frá því að Sólveig hefði verið boðuð í skýrslutöku. Þar hefðu henni verið sýnd skilaboð þar sem hún hefði verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Karlmennirnir tveir, sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og sæta gæsluvarðhaldi til föstudags, hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“ „Fyrstu viðbrögð voru kannski á þann veg að gera lítið úr þessu. Auðvitað er hræðilegt að ungir menn fari einhvern veginn á þennan stað í lífi sínu. Ég upplifði það, einhverja svona vorkunn með þeim. Það var kannski ekki fyrr en ég kom heim til mínum kvöldið, var að segja fjölskyldu minni frá þessu, að við fórum úr því að vera að flissa að þessu yfir í að viðurkenna alvarleika málsins sem er sannarlega til skila,“ segir Sólveig Anna. Fleiri nöfn voru nefnd í samskiptum mannanna. Má þar nefna þingmann Pírata Björn Leví Gunnarsson og fyrrverandi þingmenn flokksins, Smára McCarthy og Helga Hrafn Gunnarsson. Einnig Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokksins. „Mér voru sýnd þessi samskipti. Það var ekkert rætt þarna hversu alvarlegt þetta hefði verið. Ég myndi segja sjálf að í ljósi þess að þessir menn voru búnir að safna gríðarlegu vopnabúri þá dregur þetta upp mynd sem er mjög alvarleg.“ Sólveig Anna segist ekki hafa gert neinar sérstakar ráðstafanir í kjölfar þessa. „En staðreyndin er sú að ég og fjölskylda mín höfum í vetur passað betur upp á heimilið og okkur sjálf. Það kom fram í vetur ofbeldis- og eignaspjallahótun gagnvart heimili okkar. Við tókum upp þann háttinn að gæta þess ávallt að húsið sé læst. Við erum þar áfram en höfum að öðru leyti ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Mér var auðvitað brugðið,“ segir Sólveig Anna í stund milli stríða á þingi ASÍ sem hófst í dag. Á vefsíðunni Samstöðunni í dag var sagt frá því að Sólveig hefði verið boðuð í skýrslutöku. Þar hefðu henni verið sýnd skilaboð þar sem hún hefði verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Karlmennirnir tveir, sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og sæta gæsluvarðhaldi til föstudags, hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“ „Fyrstu viðbrögð voru kannski á þann veg að gera lítið úr þessu. Auðvitað er hræðilegt að ungir menn fari einhvern veginn á þennan stað í lífi sínu. Ég upplifði það, einhverja svona vorkunn með þeim. Það var kannski ekki fyrr en ég kom heim til mínum kvöldið, var að segja fjölskyldu minni frá þessu, að við fórum úr því að vera að flissa að þessu yfir í að viðurkenna alvarleika málsins sem er sannarlega til skila,“ segir Sólveig Anna. Fleiri nöfn voru nefnd í samskiptum mannanna. Má þar nefna þingmann Pírata Björn Leví Gunnarsson og fyrrverandi þingmenn flokksins, Smára McCarthy og Helga Hrafn Gunnarsson. Einnig Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokksins. „Mér voru sýnd þessi samskipti. Það var ekkert rætt þarna hversu alvarlegt þetta hefði verið. Ég myndi segja sjálf að í ljósi þess að þessir menn voru búnir að safna gríðarlegu vopnabúri þá dregur þetta upp mynd sem er mjög alvarleg.“ Sólveig Anna segist ekki hafa gert neinar sérstakar ráðstafanir í kjölfar þessa. „En staðreyndin er sú að ég og fjölskylda mín höfum í vetur passað betur upp á heimilið og okkur sjálf. Það kom fram í vetur ofbeldis- og eignaspjallahótun gagnvart heimili okkar. Við tókum upp þann háttinn að gæta þess ávallt að húsið sé læst. Við erum þar áfram en höfum að öðru leyti ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34