Stressuð að byrja í íslenskum skóla Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 8. október 2022 23:00 Fyrsti skóladagur Yevu er á mánudaginn. Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. Hátíðin nefnist Úkraína þakkar Íslandi og þar má meðal annars sjá bæði ljósmynda- og myndlistarsýningu frá Úkraínu. Gestum og gangandi er boðið upp á úkraínskan mat og þá eru handunnir úkraínskir munir til sölu. Stofnanir, fyrirtæki og samtök fengu viðurkenningarskjöl í dag fyrir að hafa reynst úkraínsku flóttafólki vel. Hátíðin stendur yfir alla helgina og opið er í Kolaportinu frá klukkan 12 til 18 á morgun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við á hátíðina og ræddum við Tönyu Korolenko, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, og mæðgurnar Yevu og Nataliu. „Stundum eru Úkraínumenn ekki til fyrirmyndar hvað kurteisi varðar, ef þú skilur hvað ég meina. Við erum stressuð, við erum í áfalli og fólk hefur upplifað stríðið á mismunandi hátt. Sumir verða ágengir, reiðir og kannski stundum kröfuharðir. En við erum góðviljuð, skapandi, róleg og það er það sem við vildum sýna með þessu,“ segir Tanya. Tanya er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.Vísir/Dúi „Við viljum þakka öllum Íslendingum. Þeir hafa gert mikið fyrir okkur. Þeir hafa hjálpað okkur mikið. Og ekki bara Íslendingar heldur allir sem búa á Íslandi,“ segir Natalia, flóttamaður frá Úkraínu sem kom til landsins fyrir mánuði síðan. Yeva, dóttir hennar, er fimmtán ára og byrjar í skóla hér á landi á mánudaginn. „Á mánudaginn verður fyrsti dagurinn minn í íslenskum skóla. Ég fór þangað og hitti fjórar stelpur. Þær voru mjög góðar og ég vona að þetta verði í lagi því ég er dálítið hrædd en ég vona að þetta verði allt í lagi,“ segir hún. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal þeirra sem mættu á hátíðina en hann var viðstaddur afhjúpun nýs vegglistaverks, sem unnið er af úkraínskum listamönnum. Verkið prýðir húsgafl við Laugaveg 36 í Reykjavík og tjáir þakklæti Úkraínumanna með táknrænum hætti. Forseti virðir listaverkið fyrir sér.Forseti Íslands Fjölmargir voru viðstaddir hátíðina sem fram fór í dag og heldur áfram á morgun.Forseti Íslands Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Forseti Íslands Innflytjendamál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Hátíðin nefnist Úkraína þakkar Íslandi og þar má meðal annars sjá bæði ljósmynda- og myndlistarsýningu frá Úkraínu. Gestum og gangandi er boðið upp á úkraínskan mat og þá eru handunnir úkraínskir munir til sölu. Stofnanir, fyrirtæki og samtök fengu viðurkenningarskjöl í dag fyrir að hafa reynst úkraínsku flóttafólki vel. Hátíðin stendur yfir alla helgina og opið er í Kolaportinu frá klukkan 12 til 18 á morgun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við á hátíðina og ræddum við Tönyu Korolenko, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, og mæðgurnar Yevu og Nataliu. „Stundum eru Úkraínumenn ekki til fyrirmyndar hvað kurteisi varðar, ef þú skilur hvað ég meina. Við erum stressuð, við erum í áfalli og fólk hefur upplifað stríðið á mismunandi hátt. Sumir verða ágengir, reiðir og kannski stundum kröfuharðir. En við erum góðviljuð, skapandi, róleg og það er það sem við vildum sýna með þessu,“ segir Tanya. Tanya er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.Vísir/Dúi „Við viljum þakka öllum Íslendingum. Þeir hafa gert mikið fyrir okkur. Þeir hafa hjálpað okkur mikið. Og ekki bara Íslendingar heldur allir sem búa á Íslandi,“ segir Natalia, flóttamaður frá Úkraínu sem kom til landsins fyrir mánuði síðan. Yeva, dóttir hennar, er fimmtán ára og byrjar í skóla hér á landi á mánudaginn. „Á mánudaginn verður fyrsti dagurinn minn í íslenskum skóla. Ég fór þangað og hitti fjórar stelpur. Þær voru mjög góðar og ég vona að þetta verði í lagi því ég er dálítið hrædd en ég vona að þetta verði allt í lagi,“ segir hún. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal þeirra sem mættu á hátíðina en hann var viðstaddur afhjúpun nýs vegglistaverks, sem unnið er af úkraínskum listamönnum. Verkið prýðir húsgafl við Laugaveg 36 í Reykjavík og tjáir þakklæti Úkraínumanna með táknrænum hætti. Forseti virðir listaverkið fyrir sér.Forseti Íslands Fjölmargir voru viðstaddir hátíðina sem fram fór í dag og heldur áfram á morgun.Forseti Íslands
Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Forseti Íslands Innflytjendamál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira