Regnbogahátíð í Mýrdalnum um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. október 2022 12:16 Íbúar Mýrdalshrepps og gestir þeirra hafa meira en nóg að gera við að sækja alla viðburði hátíðarinnar. Aðsend Það iðar allt af lífi í Vík í Mýrdal og í sveitunum þar í kring um helgina því Regnbogahátíð fer þar fram um helgina. Um er að ræða menningarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir unga, sem aldna. Regnbogahátíðin er nú haldin í sextánda sinn en hún er alltaf haldin að hausti þegar aðrar bæjarhátíðir í landinu eru búnar. Hátíðin hófst á miðvikudaginn og lýkur síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar. “Það er ýmislegt í gangi og hér liggur fegurðin í fjölbreytileikanum. Við erum svo heppin hér í Mýrdalshreppi að vera mjög fjölbreytt samfélag og það kemur mjög sterkt í gegn í Regnboganum,” segir Harpa Elín og bætir við. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt.Aðsend “Þetta er mjög mikið hátíð Mýrdælinga því fólk er að taka virkan þátt. Það er verið að skreyta húsin og að er verið að bjóða í opin hús þar sem fólk er að sýna hvað það er að gera heima fyrir og svo eru líka tónleikar, klassískir, popp og allskonar.” Í gærkvöldi var alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu, sem er einn af hápunktum hátíðarinnar og í dag er fjölbreytt dagskrá eins og Regnbogamarkaðurinn í Leikskálum og fjölbreytt barnadagskrá verður í gangi. “Og svo er það hann Skaftfellingur en við erum náttúrulega með það merka skip hjá okkur í Skaftfellingsskemmu, mikil stjarna hérna hjá okkur. Nú ætlum við að halda svolítið upp á það skip því það á mikla og merkileg sögu og akkúrat í ár eru 80 ár frá því að þeir á skipinu björguðu þýskum hermönnum í kafbát í seinni heimsstyrjöldinni," segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar.Aðsend Í kvöld verður Bjartmar Guðlaugsson með tónleika í Vík og í kjölfarið verður haldið ball með hljómsveitinni nítján hundruð, sem er með miklar Mýrdælskarrætur. Í fyrramálið verður síðan hátíðarmessa í Víkurkirkju og kaffi á eftir og síðdegis mættir KK í kirkjuna með tónleika, sem verður síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar 2022. Hér má sjá dagskrá Regnbogahátíðarinnar, sem allir eru velkomnir á. Eitt af atriðum hátíðarinnar.Aðsend Mýrdalshreppur Menning Tónlist Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Regnbogahátíðin er nú haldin í sextánda sinn en hún er alltaf haldin að hausti þegar aðrar bæjarhátíðir í landinu eru búnar. Hátíðin hófst á miðvikudaginn og lýkur síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar. “Það er ýmislegt í gangi og hér liggur fegurðin í fjölbreytileikanum. Við erum svo heppin hér í Mýrdalshreppi að vera mjög fjölbreytt samfélag og það kemur mjög sterkt í gegn í Regnboganum,” segir Harpa Elín og bætir við. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt.Aðsend “Þetta er mjög mikið hátíð Mýrdælinga því fólk er að taka virkan þátt. Það er verið að skreyta húsin og að er verið að bjóða í opin hús þar sem fólk er að sýna hvað það er að gera heima fyrir og svo eru líka tónleikar, klassískir, popp og allskonar.” Í gærkvöldi var alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu, sem er einn af hápunktum hátíðarinnar og í dag er fjölbreytt dagskrá eins og Regnbogamarkaðurinn í Leikskálum og fjölbreytt barnadagskrá verður í gangi. “Og svo er það hann Skaftfellingur en við erum náttúrulega með það merka skip hjá okkur í Skaftfellingsskemmu, mikil stjarna hérna hjá okkur. Nú ætlum við að halda svolítið upp á það skip því það á mikla og merkileg sögu og akkúrat í ár eru 80 ár frá því að þeir á skipinu björguðu þýskum hermönnum í kafbát í seinni heimsstyrjöldinni," segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar.Aðsend Í kvöld verður Bjartmar Guðlaugsson með tónleika í Vík og í kjölfarið verður haldið ball með hljómsveitinni nítján hundruð, sem er með miklar Mýrdælskarrætur. Í fyrramálið verður síðan hátíðarmessa í Víkurkirkju og kaffi á eftir og síðdegis mættir KK í kirkjuna með tónleika, sem verður síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar 2022. Hér má sjá dagskrá Regnbogahátíðarinnar, sem allir eru velkomnir á. Eitt af atriðum hátíðarinnar.Aðsend
Mýrdalshreppur Menning Tónlist Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira