Telur glæpsamlegt að aðgangur að tölvupósti formanns hafi verið veittur Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 11:18 Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, er misboðið yfir að fyrrverandi formaður Eflingar hafi fengið aðgang að opinberu tölvupóstfangi forvera síns í embættinu. Vísir/Vilhelm Formaður VR fullyrðir að það hafi verið glæpsamlegt að fyrrverandi formanni Eflingar hafi verið veittur aðgangur að tölvupósti forvera síns í embættinu, Sólvegar Önnu Jónsdóttur. Farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk sem ekki skuli stigið yfir. Kjarninn greindi frá því í gær að Agniezku Ewu Ziólkowsku hafi verið veittur aðgangur að tölvupósthólfi Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, eftir að sú fyrrnefnda tók við af þeirri síðarnefndu sem formaður Eflingar. Agniezka hafi þannig haft aðgang að tölvupósthólfinu á meðan á formannsslag í Eflingu stóð. Í fréttinni kom fram að Agniezka hefði leitað álits lögmanns Alþýðusambands Íslands sem er jafnframt persónuverndarfulltrúi Eflingar sem hafi talið að nýi formaður hefði rétt á aðgangi að pósthólfinu þar sem innihald þess tilheyrði félaginu. Sólveig Anna sakaði Agniezku og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, varaformanns Eflingar á þeim tíma sem aðgangurinn var veittur, um að hafa ætlað að róta í tölvupóstum sínum til að „finna einhvern skít“. Hún sagði Vísi að hún ætlaði að tilkynna atvikið til Persónuverndar. Miklar deilur hafa geisað innan Eflingar og hafa þær Sólveig Anna annars vegar og Agniezka og Ólöf Helga verið í andstæðum fylkingum í þeim. Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar í skugga erja við starfsfólk á skrifstofu félagsins í október í fyrra. Agniezka gegndi embætti formanns þar til Sólveig Anna var endurkjörin formaður á þessu ári. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og bandamaður Sólveigar, segir fréttirnar af því að farið hafi verið inn í tölvupóst Sólveigar Önnu sláandi í færslu sem hann birti á Facebook í morgun. „Að vita til þess að óheftur aðgangur hafi verið veittur, án athugasemda, án nokkurs eftirlits og án vitneskju Sólveigar Önnu og Viðars, og í þannn tíma sem um ræðir, sem náði framyfir endurkjör hennar og þess dags sem hún tók við að nýju sem formaður Eflingar er hrikalegt. Og án nokkurs vafa glæpsamlegt,“ skrifar Ragnar Þór sem telur að farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk. Þess ber þó að geta að Agniezka fullyrti í samtali við Vísi að Sólveigu hefði verið veittur frestur til að veita félaginu gögn sem væru nauðsynleg til að halda ýmsum verkefnum áfram og til að fjarlægja persónuleg gögn. Það hafi Sólveig nýtt sér. Enginn vafi hafi verið um að henni hefði verið heimilt að fá aðgang að pósthólfinu og henni hafi borið skylda til þess sem eftirmaður Sólveigar samkvæmt lögum Eflingar. Sakaði hún Sólveigu Önnu um að brjótast inn á skrifstofu sínu og lokaða skúffu á meðan hún var erlendis. Sagðist hún ætla að leita réttar síns vegna þess. Lesa má færslu Ragnars Þórs í skjáskotinu hér fyrir neðan. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem birtist 7. október 2022.Skjáskot Ólga innan Eflingar ASÍ Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Innlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í gær að Agniezku Ewu Ziólkowsku hafi verið veittur aðgangur að tölvupósthólfi Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, eftir að sú fyrrnefnda tók við af þeirri síðarnefndu sem formaður Eflingar. Agniezka hafi þannig haft aðgang að tölvupósthólfinu á meðan á formannsslag í Eflingu stóð. Í fréttinni kom fram að Agniezka hefði leitað álits lögmanns Alþýðusambands Íslands sem er jafnframt persónuverndarfulltrúi Eflingar sem hafi talið að nýi formaður hefði rétt á aðgangi að pósthólfinu þar sem innihald þess tilheyrði félaginu. Sólveig Anna sakaði Agniezku og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, varaformanns Eflingar á þeim tíma sem aðgangurinn var veittur, um að hafa ætlað að róta í tölvupóstum sínum til að „finna einhvern skít“. Hún sagði Vísi að hún ætlaði að tilkynna atvikið til Persónuverndar. Miklar deilur hafa geisað innan Eflingar og hafa þær Sólveig Anna annars vegar og Agniezka og Ólöf Helga verið í andstæðum fylkingum í þeim. Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar í skugga erja við starfsfólk á skrifstofu félagsins í október í fyrra. Agniezka gegndi embætti formanns þar til Sólveig Anna var endurkjörin formaður á þessu ári. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og bandamaður Sólveigar, segir fréttirnar af því að farið hafi verið inn í tölvupóst Sólveigar Önnu sláandi í færslu sem hann birti á Facebook í morgun. „Að vita til þess að óheftur aðgangur hafi verið veittur, án athugasemda, án nokkurs eftirlits og án vitneskju Sólveigar Önnu og Viðars, og í þannn tíma sem um ræðir, sem náði framyfir endurkjör hennar og þess dags sem hún tók við að nýju sem formaður Eflingar er hrikalegt. Og án nokkurs vafa glæpsamlegt,“ skrifar Ragnar Þór sem telur að farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk. Þess ber þó að geta að Agniezka fullyrti í samtali við Vísi að Sólveigu hefði verið veittur frestur til að veita félaginu gögn sem væru nauðsynleg til að halda ýmsum verkefnum áfram og til að fjarlægja persónuleg gögn. Það hafi Sólveig nýtt sér. Enginn vafi hafi verið um að henni hefði verið heimilt að fá aðgang að pósthólfinu og henni hafi borið skylda til þess sem eftirmaður Sólveigar samkvæmt lögum Eflingar. Sakaði hún Sólveigu Önnu um að brjótast inn á skrifstofu sínu og lokaða skúffu á meðan hún var erlendis. Sagðist hún ætla að leita réttar síns vegna þess. Lesa má færslu Ragnars Þórs í skjáskotinu hér fyrir neðan. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem birtist 7. október 2022.Skjáskot
Ólga innan Eflingar ASÍ Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Innlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent