Innlent

Sendi­ráðið við Lauf­ás­veg hýsi flótta­fólk

Atli Ísleifsson skrifar
Bandaríska sendiráðið er flutt á Engjateig í Reykjavík.
Bandaríska sendiráðið er flutt á Engjateig í Reykjavík.

Stærsta vandamálið þegar kemur að móttöku flóttafólks hér á landi er húsnæðisskortur og segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að verið sé að kaupa tíma með því að setja upp fyrstu fjöldahjálparstöðina en hún var opnuð í Borgartúni í Reykjavík fyrr í vikunni.

Þetta segir Guðmundur Ingi í samtali við Morgunblaðið. Þar bendir hann á að sveitarfélög eigi enn eftir að skrifa undir samning við ríkið um þjónustu við flóttafólk sem hann segir að myndu koma sveitarfélögunum til góða þar sem þeim sé skylt að veita þjónustuna.

Gylfi Þór Þorsteinsson, sem hefur yfirumsjón með móttöku flóttafólks hér á landi, segir að verið sé að skoða ýmsa kosti í stöðunni til að bregðast við vandanum.

Meðal annars sé verið að kanna hvort hægt sé að koma upp gámabyggð líkt og tíðkast hefur í nágrannalöndunum og sömuleiðis hvernig breyta megi atvinnuhúsnæði, meðal annars húsnæðinu við Laufásveg sem áður hýsti bandaríska sendiráðið, þannig að þau gæti hýst flóttamenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×