Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 23:41 Fólk á gangi við bakka Yesa-uppistöðulónsins nærri Pamplona á Spáni í september. Lónið stendur lágt eftir mikinn þurrk. AP/Alvaro Barrientos Þurrkar í þremur heimsálfum í sumar voru tuttugufalt líklegri til að eiga sér stað en ella vegna hnattrænnar hlýnunar. Stórfljót þornuðu upp, uppskerubrestur varð og skógareldar kviknuðu í þurrkunum í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum. Grípa þurfti til takmarkana á vatnsnotkun í sumum Evrópulöndum vegna þurrkanna í sumar og í Kína var sumarið það þurrasta í sextíu ár. Yangtze-fljót var um tíma helmingi mjórra en það er í vanalegu árferði. Í Bandaríkjunum var ekki aðeins þurrt í vesturríkjunum þar sem þurrkar eru tíðir heldur einnig í norðausturríkjunum sem eiga ekki að venjast svo þurru loftslagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga af völdum manna á einstaka veðuratburði hefur fleygt fram á undanförnum árum. Niðurstaða vísindahópsins World Weather Attribution er að þurrkarnir ættu sér aðeins stað á fjögur hundruð ára fresti á norðurhveli jarðar ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun. Nú megi vænta slíkra þurrka á tuttugu ára fresti. Niðurstaðan miðast við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,2 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnunin heldur hins vegar áfram og bendir rannsókn hópsins til þess að hægt sé að vænta þurrka eins og þeirra sem urðu í sumar á tíu ára fresti við 0,8 gráðu hlýnun til viðbótar. Þurrkarnir og hamfaraflóðin í Pakistan í sumar bera fingraför loftslagsbreytinga, að sögn Maartens van Aalst, loftslagsvísindamanns við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum og eins höfunda rannsóknarinnar. „Fólk finnur klárlega fyrir áhrifunum og þau valda miklum usla,“ segir van Aalst við AP, „ekki aðeins í fátækum löndum eins og flóðin í Pakistan heldur í sumum ríkustu hlutum heimsins eins og Miðvestur-Evrópu.“ Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29 Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Grípa þurfti til takmarkana á vatnsnotkun í sumum Evrópulöndum vegna þurrkanna í sumar og í Kína var sumarið það þurrasta í sextíu ár. Yangtze-fljót var um tíma helmingi mjórra en það er í vanalegu árferði. Í Bandaríkjunum var ekki aðeins þurrt í vesturríkjunum þar sem þurrkar eru tíðir heldur einnig í norðausturríkjunum sem eiga ekki að venjast svo þurru loftslagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga af völdum manna á einstaka veðuratburði hefur fleygt fram á undanförnum árum. Niðurstaða vísindahópsins World Weather Attribution er að þurrkarnir ættu sér aðeins stað á fjögur hundruð ára fresti á norðurhveli jarðar ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun. Nú megi vænta slíkra þurrka á tuttugu ára fresti. Niðurstaðan miðast við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,2 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnunin heldur hins vegar áfram og bendir rannsókn hópsins til þess að hægt sé að vænta þurrka eins og þeirra sem urðu í sumar á tíu ára fresti við 0,8 gráðu hlýnun til viðbótar. Þurrkarnir og hamfaraflóðin í Pakistan í sumar bera fingraför loftslagsbreytinga, að sögn Maartens van Aalst, loftslagsvísindamanns við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum og eins höfunda rannsóknarinnar. „Fólk finnur klárlega fyrir áhrifunum og þau valda miklum usla,“ segir van Aalst við AP, „ekki aðeins í fátækum löndum eins og flóðin í Pakistan heldur í sumum ríkustu hlutum heimsins eins og Miðvestur-Evrópu.“
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29 Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29
Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40
Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26
Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37