Bayern valtaði yfir Viktoria Plzen og Marseille sýndi tíu mönnum Sporting enga miskunn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 19:05 Eric Maxim Choupo-Moting skoraði fimmta mark Bayern. Adam Pretty/Getty Images Tveimur leikjum í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er nú lokið þar sem Þýskalandsmeistara Bayern München unnu öruggan 5-0 sigur gegn Viktoria Plzen í C-riðli og í D-riðli vann Marseille 4-1 sigur gegn Sporting. Það var Leroy Sane sem kom Bayern yfir gegn Plzen strax á sjöundu mínútu leiksins og sex mínútum síðar var Serge Gnabry búinn að tvöfalda forystu himamanna. Sadio Mane bætti svo þriðja markinu við eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leroy Sane skoraði annað mark sitt og fjórða mark heimamanna snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting gerði endanlega út um leikinn á 59. mínútu. Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Bayern sem situr nú á toppi C-riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en liðsmenn Viktoria Plzen reka lestina án stiga. Gimme five ✋♦️ #FCBPLZ 5-0 ♦️ pic.twitter.com/BnEdZekjcK— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) October 4, 2022 Þá vann franska liðið Marseille öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Sporting frá Portúgal. Trincao kom gestunum í Sportin yfir eftir aðeins 50 sekúndna leik, en Alexis Sanches jafnaði metin á 13. mínútu eftir vandræðagang markvarðarins Antonio Adan. Adan var ekki hættur að vandræðast því hann gaf gestunum boltann þremur mínútum síðar og upp úr því skoraði Amine Harit annað mark liðsins. Markvörðurinn fékk svo að líta beint rautt spjald á 23. mínútu eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs og hann fór því skömmustulegur í snemmbúið bað. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Leonardo Balerdi breytti stöðunni í 3-1 eftir hálftíma leik áður en Chancel Mbemba tryggði liðinu 4-1 sigur með marki á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir tapið trónir Sportin enn á toppi D-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, þremur stigum meira en Marseille sem situr í þriðja sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Það var Leroy Sane sem kom Bayern yfir gegn Plzen strax á sjöundu mínútu leiksins og sex mínútum síðar var Serge Gnabry búinn að tvöfalda forystu himamanna. Sadio Mane bætti svo þriðja markinu við eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leroy Sane skoraði annað mark sitt og fjórða mark heimamanna snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting gerði endanlega út um leikinn á 59. mínútu. Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Bayern sem situr nú á toppi C-riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en liðsmenn Viktoria Plzen reka lestina án stiga. Gimme five ✋♦️ #FCBPLZ 5-0 ♦️ pic.twitter.com/BnEdZekjcK— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) October 4, 2022 Þá vann franska liðið Marseille öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Sporting frá Portúgal. Trincao kom gestunum í Sportin yfir eftir aðeins 50 sekúndna leik, en Alexis Sanches jafnaði metin á 13. mínútu eftir vandræðagang markvarðarins Antonio Adan. Adan var ekki hættur að vandræðast því hann gaf gestunum boltann þremur mínútum síðar og upp úr því skoraði Amine Harit annað mark liðsins. Markvörðurinn fékk svo að líta beint rautt spjald á 23. mínútu eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs og hann fór því skömmustulegur í snemmbúið bað. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Leonardo Balerdi breytti stöðunni í 3-1 eftir hálftíma leik áður en Chancel Mbemba tryggði liðinu 4-1 sigur með marki á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir tapið trónir Sportin enn á toppi D-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, þremur stigum meira en Marseille sem situr í þriðja sæti.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira