Innlent

Alvarlegt bílslys á Suður­lands­braut

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tveir voru inni í bílnum þegar slysið átti sér stað.
Tveir voru inni í bílnum þegar slysið átti sér stað. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt bílslys varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Reykjavegar ofan við Laugardalinn í Reykjavík um klukkan hálf eitt í dag. Tveir voru inni í fólksbíl sem virðist hafa verið ekið upp á kant, á gönguljós og oltið með þeim afleiðingum að bíllinn er mikið skemmdur.

Samkvæmt upplýsingum af vettvangi voru bæði ökumaður og farþegin við meðvitund, annar töluvert slasaðri en hinn. Þeir voru fluttir af vettvangi í sjúkrabifreið. Mildi var að enginn gangandi eða hjólandi vegfarandi var á ferð á þeim tíma sem slysið varð.

Lokað var fyrir umferð um Suðurlandsbraut í vesturátt á meðan vettvangur rannsakaður. Umferð var beint um Reykjaveg. 

Frá vettvangi.Vísir/Vilhelm

Frá vettvangi.Vísir/Vilhelm

Frá vettvangi.Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×