Fjöldi fólks hefur sótt sér áfallahjálp á Ólafsfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. október 2022 11:50 Fjöldi fólks hefur sótt sér áfallahjálp Kirkjunnar og Rauða krossins. Fjallabyggð.is Fjöldi fólks hefur nýtt sér áfallahjálp Kirkjunnar og Rauða krossins á Ólafsfirði vegna manndráps sem var framið þar í fyrrinótt. Rauði krossinn mun áfram hafa viðveru í bænum og veita bæjarbúum stuðning vegna hroðaverksins. Tvær konur og einn karlmaður voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í gær vegna manndráps á Ólafsfirði í fyrrinótt en fjögur voru handtekin á vettvangi. Samkvæmt heimildum frétttastofu var karlmaður á fimmtugsaldri stunginn til bana en einn til viðbótar var stunginn og fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samfélagið á Ólafsfirði væri skekið vegna málins. Kyrrðarstund var haldin í Ólafsfjarðarkirkju í gærkvöldi sem nokkrir sóttu en Rauði krossinn hefur einnig boðið upp á áfallahjálp. „Það voru aðilar úr viðbragðshópnum okkar sem voru til aðstoðar í kirkjunni og ég veit að það var rennerí af fólki sem var að koma yfir allan daginn. Svo var kyrrðarstund klukkan átta og það mættu nokkrir þangað. Svo voru nokkrir sem nýttu sér að ræða við viðbragðsaðilana okkar á staðnum,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum. Boðið verði áfram upp á áfallahjálp næstu daga. „Við verðum auðvitað eins lengi og þarf og komum líka stundum að fræðslu og annað, til dæmis fyrir foreldra hvernig á að ræða við börnin um slík atvik,“ segir Elfa. Frá vettvangi á Ólafsfirði.Vísir Atvik sem þetta geti haft gríðarleg áhrif á lítil samfélög líkt og á Ólafsfirði. „Það vita það allir sem búa í slíkum samfélögum að það hefur öðruvísi áhrif. Það eru meiri tengingar sem þarf að huga að og auðvitað þekkjast margir. Í smáum samfélögum er það ekki þannig að allir þekki alla en margir þekkja marga þannig að þetta hefur víðtæk áhrif inn í allt samfélagið, skólakerfið og vinnustaðina. “ Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekkert nýtt hafa um rannsókn málsins að segja að svo stöddu. Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. 3. október 2022 22:15 Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. 3. október 2022 16:57 Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. 3. október 2022 15:20 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Tvær konur og einn karlmaður voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í gær vegna manndráps á Ólafsfirði í fyrrinótt en fjögur voru handtekin á vettvangi. Samkvæmt heimildum frétttastofu var karlmaður á fimmtugsaldri stunginn til bana en einn til viðbótar var stunginn og fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samfélagið á Ólafsfirði væri skekið vegna málins. Kyrrðarstund var haldin í Ólafsfjarðarkirkju í gærkvöldi sem nokkrir sóttu en Rauði krossinn hefur einnig boðið upp á áfallahjálp. „Það voru aðilar úr viðbragðshópnum okkar sem voru til aðstoðar í kirkjunni og ég veit að það var rennerí af fólki sem var að koma yfir allan daginn. Svo var kyrrðarstund klukkan átta og það mættu nokkrir þangað. Svo voru nokkrir sem nýttu sér að ræða við viðbragðsaðilana okkar á staðnum,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum. Boðið verði áfram upp á áfallahjálp næstu daga. „Við verðum auðvitað eins lengi og þarf og komum líka stundum að fræðslu og annað, til dæmis fyrir foreldra hvernig á að ræða við börnin um slík atvik,“ segir Elfa. Frá vettvangi á Ólafsfirði.Vísir Atvik sem þetta geti haft gríðarleg áhrif á lítil samfélög líkt og á Ólafsfirði. „Það vita það allir sem búa í slíkum samfélögum að það hefur öðruvísi áhrif. Það eru meiri tengingar sem þarf að huga að og auðvitað þekkjast margir. Í smáum samfélögum er það ekki þannig að allir þekki alla en margir þekkja marga þannig að þetta hefur víðtæk áhrif inn í allt samfélagið, skólakerfið og vinnustaðina. “ Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekkert nýtt hafa um rannsókn málsins að segja að svo stöddu.
Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. 3. október 2022 22:15 Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. 3. október 2022 16:57 Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. 3. október 2022 15:20 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. 3. október 2022 22:15
Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. 3. október 2022 16:57
Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. 3. október 2022 15:20