Tilkynning lögreglu um að karlmaður hefði verið stunginn barst á þriðja tímanum í nótt. Vísir
Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild.
Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsókn málsins, segir í samtali við fréttastofu að lítið sé hægt að upplýsa um málið að svo stöddu.
Hún segir að í ljós ætti að koma í kvöld hvort Héraðsdómur Norðurlands eystra fallist á kröfuna um gæsluvarðhald yfir fólkinu. Fjórir voru handteknir vegna málsins í nótt.
Klippa: Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum
Aðspurð segir Gígja að hinn látni hafi verið gestkomandi í húsinu þar sem hann fannst látinn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um að ræða fjölbýlishús við Ólafsveg á Ólafsfirði.
Aðspurð segir Gígja að einn til viðbótar hafi verið fluttur á slysadeild með stungusár.
Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra.
Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið.
Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og hafa þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Enginn er eftirlýstur vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri búsettur á Ólafsfirði.
Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og hafa þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Enginn er eftirlýstur vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri búsettur á Ólafsfirði.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.