Fótbolti

Hákon Rafn stóð vaktina í mikil­vægum sigri Elfs­borg

Atli Arason skrifar
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg.
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg. Elfsborg.se

Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, leikmenn Elfsborg, unnu 1-3 sigur á útivelli gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Hákon Rafn lék allan leikinn í marki Elfsborg en Sveinn Aron kom inn af varamannabekknum á 91. mínútu.

Gustav Svensson kom heimamönnum í Gautaborg yfir strax á 9. mínútu en Elfsborg svaraði fyrir sig og náði að snúa leiknum sér í vil fyrir leikhlé með mörkum Michael Baidoo og Alexander Bernhardsson.

Marcus Berg, leikmaður Gautaborgar, fékk sitt seinna gula spjald og þar með rautt á 69. mínútu og Elfsborg kláraði leikinn þægilega einum leikmanni fleiri. Noah Soderberg gulltryggði sigur Elfsborg með marki á 99. mínútu leiksins.

Með sigrinum fer Elfsborg upp fyrir Gautaborg og í 7. sæti deildarinnar. Elfsborg er nú með 36 stig eftir 25 leiki í sænsku úrvalsdeildinni.

Næsti leikur hjá þeim Hákoni og Sveini hjá Elfsborg er gegn Davíð Kristjáni Ólafssyni og félögum í Kalmar næsta sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×