Innlent

Bíllinn gjör­ó­nýtur en fjöl­skylduna sakaði ekki

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkviliðið að störfum.
Slökkviliðið að störfum. BAH

Brunavarnir Austur-Húnvetninga fengu útkall frá Neyðarlínu á fimmta tímanum síðdegis í gær, þess efnis að eldur væri laus í díselbíl á þjóðvegi eitt, skammt vestur af Blönduósi.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu slökkviliðsins en þar segir að fjögurra manna fjölskylda hafi verið í bílnum, en ekki sakað.

„Slökkvistarf gekk greiðlega en bifreiðin er gjörónýt. Eftir að bifreið var dreginn af vettvangi þá sinnti slökkviliðið upphreinsun á vettvangi,“ segir í færslu BAH.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×