Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Snorri Másson skrifar 2. október 2022 20:01 Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. Leikskólinn opnaði í gömlu húsnæði verslunarinnar Adams og Evu um miðjan ágúst. Hann var aðallega hugsaður fyrir 3-6 ára, en mun yngri börn hafa innritast, þannig að rými fyrir tveggja ára eru tómleg og hafa þurft að vera sett saman í skyndi. Á sama hátt er það sýnt í innslaginu hér að ofan að ljósrofar sumir eru ekki komnir í gagnið og skólalóðin er enn ekki nothæf fyrir yngstu hópana. Þrátt fyrir þetta er um að ræða verðlaunabyggingu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á samfélagsmiðlum að Brákarborg hefði hlotið umhverfisverðlaun fyrir umhverfisvæna endurbyggingu á svæðinu. Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. "Aldrei hætta að þora!" https://t.co/8d6pYbYSaC— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 1, 2022 Þau verðlaun heita Græna skóflan og eru veitt af Grænni byggð, félagasamtökum sem Reykjavíkurborg er sjálf stofnaðili að. Framkvæmdastjóri Grænni byggðar hefur sagt í viðtali að verðlaunin séu veitt fyrir þætti eins og kolefnisspor og vistvæn byggingarefni en líka þætti eins og að „fólki líði vel í mannvirkinu.“ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri segir: „Þetta húsnæði sem við fengum hérna er náttúrulega stórkostlegt en það verður ekki stórkostlegt fyrr en allt er komið á sinn stað. Það er ekki nóg að koma húsnæðinu fyrir og henda einhverri starfsemi þarna inn. Við þurfum náttúrulega að hafa tíma til að aðlagast. “ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri Brákarborgar vill helst að framkvæmdir klárist strax.Vísir Kennarar leikskólans gagnrýna einmitt að þann tíma hafi þeir ekki fengið. Iðnaðarmenn við störf allan daginn „Ástandið er þannig að við erum hérna með góðan hóp af iðnaðarmönnum allan daginn inn og út. Við höfum verið í aðlögun bæði með nýtt starfsfólk og ung börn. Hérna eru iðnaðarmenn að trufla og koma í þær aðstæður reglulega sem veldur því að börnin og starfsfólk nær ekki að aðlagast sínum aðstæðum almennilega,“ segir Sólrún. En af hverju er þá verið að opna í ágúst? Hvað gerist þar? „Það sem gerist er bara í fyrsta lagi að húsið átti að vera löngu tilbúið,“ segir Sólrún en sú var ekki raunin. Samt þurfti að byrja að nota húsið, þar sem gamla húsnæði Brákarborgar þurfti að fara til annars leikskóla sem hafði lent í myglu. Það setti þrýsting á að flytja fyrr inn í húsið. „Við erum búin að vera í samtali bæði við Vinnueftirlitið og heilbrigðiseftirlitið í þessu máli. Þar er horft til þess að þetta hafi átt að vera tímabundið ástand. Það ástand hefur náttúrulega lengst. Við höfum áhyggjur af langvarandi þreytu allra aðila,“ segir Sólrún. Áður Adam og Eva, nú leikskólinn Brákarborg.Vísir Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Leikskólinn opnaði í gömlu húsnæði verslunarinnar Adams og Evu um miðjan ágúst. Hann var aðallega hugsaður fyrir 3-6 ára, en mun yngri börn hafa innritast, þannig að rými fyrir tveggja ára eru tómleg og hafa þurft að vera sett saman í skyndi. Á sama hátt er það sýnt í innslaginu hér að ofan að ljósrofar sumir eru ekki komnir í gagnið og skólalóðin er enn ekki nothæf fyrir yngstu hópana. Þrátt fyrir þetta er um að ræða verðlaunabyggingu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á samfélagsmiðlum að Brákarborg hefði hlotið umhverfisverðlaun fyrir umhverfisvæna endurbyggingu á svæðinu. Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. "Aldrei hætta að þora!" https://t.co/8d6pYbYSaC— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 1, 2022 Þau verðlaun heita Græna skóflan og eru veitt af Grænni byggð, félagasamtökum sem Reykjavíkurborg er sjálf stofnaðili að. Framkvæmdastjóri Grænni byggðar hefur sagt í viðtali að verðlaunin séu veitt fyrir þætti eins og kolefnisspor og vistvæn byggingarefni en líka þætti eins og að „fólki líði vel í mannvirkinu.“ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri segir: „Þetta húsnæði sem við fengum hérna er náttúrulega stórkostlegt en það verður ekki stórkostlegt fyrr en allt er komið á sinn stað. Það er ekki nóg að koma húsnæðinu fyrir og henda einhverri starfsemi þarna inn. Við þurfum náttúrulega að hafa tíma til að aðlagast. “ Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri Brákarborgar vill helst að framkvæmdir klárist strax.Vísir Kennarar leikskólans gagnrýna einmitt að þann tíma hafi þeir ekki fengið. Iðnaðarmenn við störf allan daginn „Ástandið er þannig að við erum hérna með góðan hóp af iðnaðarmönnum allan daginn inn og út. Við höfum verið í aðlögun bæði með nýtt starfsfólk og ung börn. Hérna eru iðnaðarmenn að trufla og koma í þær aðstæður reglulega sem veldur því að börnin og starfsfólk nær ekki að aðlagast sínum aðstæðum almennilega,“ segir Sólrún. En af hverju er þá verið að opna í ágúst? Hvað gerist þar? „Það sem gerist er bara í fyrsta lagi að húsið átti að vera löngu tilbúið,“ segir Sólrún en sú var ekki raunin. Samt þurfti að byrja að nota húsið, þar sem gamla húsnæði Brákarborgar þurfti að fara til annars leikskóla sem hafði lent í myglu. Það setti þrýsting á að flytja fyrr inn í húsið. „Við erum búin að vera í samtali bæði við Vinnueftirlitið og heilbrigðiseftirlitið í þessu máli. Þar er horft til þess að þetta hafi átt að vera tímabundið ástand. Það ástand hefur náttúrulega lengst. Við höfum áhyggjur af langvarandi þreytu allra aðila,“ segir Sólrún. Áður Adam og Eva, nú leikskólinn Brákarborg.Vísir
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir „Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. 2. október 2022 07:00