Fótbolti

Lewandowski gerði eina markið á Mallorca

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Skorar alltaf.
Skorar alltaf. vísir/getty

Sigurganga Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hélt áfram í kvöld þegar liðið gerði góða ferð til Mallorca.

Eina mark leiksins skoraði pólski markahrókurinn Robert Lewandowski eftir tuttugu mínútna leik eftir undirbúning frá spænska ungstirninu Ansu Fati.

Barcelona hefur unnið sex leiki, gert eitt jafntefli og ekki enn tapað leik í spænsku úrvalsdeildinni er með markatöluna 19-1.

Þrátt fyrir það getur Real Madrid hirt af þeim toppsætið á morgun þegar liðið fær Osasuna í heimsókn en Madridingar eru með fullt hús stiga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.