NASA og SpaceX vilja lengja líftíma Hubble Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 10:27 Geimfari um borð í geimskutlunni tók þessa mynd af Hubble í maí 2009. NASA Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX hafa gert samkomulag um tilraunaverkefni sem snýr að því að hækka mögulega sporbraut geimsjónaukans Hubble og lengja líftíma hans. Það voru forsvarsmenn SpaceX og Polaris Program sem leituðu til NASA og lögðu til að möguleiki þess að þjónusta Hubble á þennan hátt, og mögulega aðra gervihnetti, yrði rannsakaður. Rannsóknin mun taka allt að sex mánuði og á þeim tíma munu vísindamenn fara yfir gögn um Hubble og Dragon-geimfar SpaceX, sem vonast er til að hægt verði að nota til þess að þjónusta Hubble. Verkefnið á að vera NASA og skattgreiðendum í Bandaríkjunum að kostnaðarlausu. Sá sem leiðir Polaris Program er auðjöfurinn Jared Isaacman, sem fjármagnaði geimferð hjá SpaceX fyrir hóp óbreyttra borgara í fyrra. Hann tilkynnti í kjölfar þess geimskots að hann ætlaði í samstarf með SpaceX. Fyrsta geimskot þessa samstarfs á að fara fram á fyrri hluta næsta árs og er markmiðið að senda geimfara lengra út í geim en gert hefur verið frá því að Apollo-geimfararnir lentu á tunglinu. Þá stendur einnig til að senda óbreytta borgara í fyrstu geimgönguna. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Í tilkynningu á vef NASA er haft eftir Jessica Jensen, einum af yfirmönnum SpaceX, að þau vilji þróa tækni og aðferðir til að takast á við erfið og flókin vandamál. Verkefni eins og það að lengja líftíma Hubble myndi hjálpa til við markmið SpaceX, sem er að dreifa mannkyninu um sólkerfið. Hubble var sendur út í geim árið 1990 og er í um 540 kílómetra hæð á sporbraut yfir jörðu. Sjónaukinn hefur þó verið að færast nær jörðinni en með því að hækka hann aftur og koma á stöðugri sporbraut og framkvæma viðgerðir og uppfærslur væri hægt að lengja líftíma sjónaukans. Að óbreyttu verður sjónaukinn látinn brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt frétt New York Times gæti það gerst undir lok þessa áratugar. Miðillinn segir einnig að á tímum geimskutlnanna hafi geimfarar gert breytingar á Hubble svo hægt væri að draga hann, ef svo þyrfti. Þessi rannsókn SpaceX snýr að því hvernig hægt væri að nota þá viðbót og Dragon til að bjarga og bæta Hubble. Bandaríkin Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Rannsóknin mun taka allt að sex mánuði og á þeim tíma munu vísindamenn fara yfir gögn um Hubble og Dragon-geimfar SpaceX, sem vonast er til að hægt verði að nota til þess að þjónusta Hubble. Verkefnið á að vera NASA og skattgreiðendum í Bandaríkjunum að kostnaðarlausu. Sá sem leiðir Polaris Program er auðjöfurinn Jared Isaacman, sem fjármagnaði geimferð hjá SpaceX fyrir hóp óbreyttra borgara í fyrra. Hann tilkynnti í kjölfar þess geimskots að hann ætlaði í samstarf með SpaceX. Fyrsta geimskot þessa samstarfs á að fara fram á fyrri hluta næsta árs og er markmiðið að senda geimfara lengra út í geim en gert hefur verið frá því að Apollo-geimfararnir lentu á tunglinu. Þá stendur einnig til að senda óbreytta borgara í fyrstu geimgönguna. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Í tilkynningu á vef NASA er haft eftir Jessica Jensen, einum af yfirmönnum SpaceX, að þau vilji þróa tækni og aðferðir til að takast á við erfið og flókin vandamál. Verkefni eins og það að lengja líftíma Hubble myndi hjálpa til við markmið SpaceX, sem er að dreifa mannkyninu um sólkerfið. Hubble var sendur út í geim árið 1990 og er í um 540 kílómetra hæð á sporbraut yfir jörðu. Sjónaukinn hefur þó verið að færast nær jörðinni en með því að hækka hann aftur og koma á stöðugri sporbraut og framkvæma viðgerðir og uppfærslur væri hægt að lengja líftíma sjónaukans. Að óbreyttu verður sjónaukinn látinn brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt frétt New York Times gæti það gerst undir lok þessa áratugar. Miðillinn segir einnig að á tímum geimskutlnanna hafi geimfarar gert breytingar á Hubble svo hægt væri að draga hann, ef svo þyrfti. Þessi rannsókn SpaceX snýr að því hvernig hægt væri að nota þá viðbót og Dragon til að bjarga og bæta Hubble.
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira