Fótbolti

Sara Björk kom Juventus á bragðið með frá­bærum skalla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Björk nýbúin að stanga boltann í netið.
Sara Björk nýbúin að stanga boltann í netið. Claudia Greco/Getty Images

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Juventus í 2-0 sigri liðsins á HB Köge í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 

Sara Björk meiddist lítillega í upphitun í fyrri leik liðanna og tók ekki þátt í 1-1 jafntefli í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Það var því ljóst þegar leikur kvöldsins hófst að liðið sem myndi sigra færi kæmist í riðlakeppnina.

Sara Björk var ekki lengi að sanna mikilvægi sitt í liði Juventus en hún skoraði með frábærum skalla strax á 11. mínútu eftir fyrirgjöf Juliu Angela Grosso. Staðan orðin 1-0 og Juventus í góðum málum. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks og staðan því enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Það voru komnar 77 mínútur á klukkuna þegar Sofia Cantore gerði út um leikinn með öðru marki Juventus. Staðan orðin 2-0 og ljóst að Meistaradeildarsætið væri á leiðinni til Juventus. Fleiri urðu mörkin ekki og fyrirliði íslenska landsliðsins komin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Önnur úrslit umspilsins

  • Íslands og bikarmeistarar Vals gerðu markalaust jafntefli í Tékklandi og féllu úr leik.
  • Guðrún Arnarsdóttir hafði betur gegn Svövu Rós Guðmundsdóttur.
  • Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat á bekknum er París Saint-Germain tryggði sæti sitt með 2-0 sigri á Häcken.
  • Selma Sól Magnúsdóttir spilaði 62 mínútur í 2-1 tapi Rosenborgar gegn Real Madríd. Spænska liðið vann fyrri leik liðanna 3-0.
  • Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema tryggði Arsenal 1-0 útisigur á Ajax og þar með sæti í riðlakeppninni en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli.
Miedema kann vel við sig í heimalandinu. Hér fagnar hún sigurmarki kvöldsins.EPA-EFE/Gerrit van Keulen

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×