Tónlist

Lizzo spilaði á kristals­flautu James Madi­son

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér pilar Lizzo á þverflautu á rauða dreglinum.
Hér pilar Lizzo á þverflautu á rauða dreglinum. Getty/Sean Zanni

Tónlistarkonan Lizzo hlaut þann heiður fyrr í vikunni að fá að spila á þverflautu sem var í eigu James Madison fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ekki er hægt að flautan sé hefðbundin, hún var búin til árið 1813 og er úr kristal.

Lizzo var stödd í Washington D.C. á tónleikaferðalagi og var boðið af bandaríska þjóð- og þingsafninu að koma í heimsókn og skoða þverflautusafn safnsins. Lizzo virðist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um en hún hefur gjarnan gert mikið úr því að spila á þverflautu á meðan tónleikum sínum stendur. Washington Post greinir frá þessu.

Tónlistarkonan spilaði á flautuna hans Madison á tómu safninu og fékk að taka hana með sér upp á svið í gær þegar hún spilaði fyrir fullu húsi í Capital One tónlistarhöllinni í Washington D.C. Flautan er eitt af því fáa sem lifði af bruna Hvíta hússins árið 1814.

Til þess að Lizzo gæti spilað á flautuna á tónleikum sínum var flautan sett í sérstakan hlífðarkassa til þess að vernda hana og var sérstakt öryggisteymi með í för.

Hér að ofan má sjá Lizzo spila á flautuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×